Mónakó er smásaga um samnefnt furstadæmi eftir ókunnan höfund. Björn Jónsson þýddi.
Sigurður Arent Jónsson les.
Morgundögg er smásaga eftir danska rithöfundinn og nóbelsverðlaunahafann Henrik Pontoppidan (1857-1943). Kristján Albertsson þýddi.
Björn Björnsson les.
Hin duttlungafulla hersisfrú Aldona Najevska er vön því að allir í kringum hana hlýði hverri hennar skipun og þjóni henni sem drottningu. En kvöld eitt verður stór breyting á högum hennar.
Jón Sveinsson les.
Smásagan Nýja staðleysa eftir enska rithöfundinn Jerome K. Jerome (1859–1927) heitir á frummálinu The New Utopia.
Ókindin í eyranu á honum Frigga í Fagradal er smásaga eftir franska rithöfundinn Guy de Maupassant. Davíð Scheving Thorsteinsson þýddi.
Valý Þórsteinsdóttir les.
Orrustan við mylluna: Saga frá þýsk-franska stríðinu 1871 er smásaga eftir franska rithöfundinn, leikskáldið og blaðamanninn Émile Zola (1840-1902). Sagan heitir á frummálinu L'Attaque du moulin og kom fyrst út árið 1877. Þorsteinn Gíslason þýddi.
Sagan Ósannanlegt er fengin úr tímaritinu Ísafold frá árinu 1916. Er hér um að ræða nokkurs konar sakamálasögu þó með óbeinum hætti sé. Ekki er getið um höfund að sögunni. Sagan tekur um 15 mínútur í flutningi.
Lesari er Ingólfur B. Kristjánsson.
Otur er smásaga eftir sænska listamanninn og rithöfundinn
Albert Engström (1869-1940).
Björn Björnsson les.
Bróðir sögumanns er ákærður fyrir morð sem hann hefur ekki framið. Réttarhöld verða haldin fljótlega og tveir menn vitna gegn honum. Sögumaður fer að grennslast fyrir um málið og kemst að því að ekki er allt sem sýnist.
Prinsessan á bauninni er skemmtilegt ævintýri um prins sem vill svo gjarnan eignast prinsessu fyrir konu, en það gengur ekki sem best hjá honum. Eina rigningarnótt er barið að dyrum í höllinni og fyrir utan stendur stúlka sem segist vera sönn prinsessa.
Ingibjörg Sól Ingólfsdóttir les.
Tímaritið Fjallkonan var á sínum tíma eitt helsta tímarit sem út kom á Íslandi, en það var á árunum 1884-1911. Stofnandi blaðsins og jafnframt ritstjóri þess lengst af var Valdimar Ásmundsson.
Saga um klukkustund (The Story of an Hour) eftir bandarísku skáldkonuna Kate Chopin (1850-1904) er stórkostleg saga sem hún skrifaði 19. apríl árið 1894. Segir þar frá konunni Louise Mallard sem fréttir að maður hennar sé dáinn.
Sasonoff er leiftrandi fyndin saga eftir rússneska skopsagnahöfundinn Arkady Avertjenko, þar sem hann gerir óspart grín að tryggð og framhjáhaldi.
Arkady Avertjenko var rússneskur skopsagnahöfundur sem lifði blómaskeið sitt á síðustu árum keisaradæmisins.
Sagan Silkisokkaparið eftir snillinginn Kate Chopin (1850-1904) kom fyrst út í tímaritinu Vogue árið 1897, en ástæða þess að Chopin sendi þeim söguna var sú að tímaritið leyfði kvenrithöfundum að skrifa sögur sem tengdust reynsluheimi kvenna, sem ekki var algengt þá.