Alþingi Íslendinga kom saman í fyrsta skipti á Þingvöllum árið 930. Þúsund árum síðar kom íslenska þjóðin saman á sama stað til að halda upp á 1000 ára afmæli alþingis. Jóhann Jónsson skáld segir hér frá sögu alþingis Íslendinga af þessu tilefni.
Í þessari áhugaverðu grein segir Jón Trausti frá hinum heimsfræga auðmanni og mannvini Andrew Carnegie.
Lesari er Jón Sveinsson.
Áhugaverð grein sem segir frá tengslum þessara tveggja rithöfunda, Bertram Fletcher Robinson og Arthur Conan Doyle, og vangaveltum um uppruna sögunnar Baskerville hundurinn.
Ingólfur Kristjánsson les.
Þessi frábæra grein er úr bókinni Um Jónas, en hér fjallar Matthías um þá Bjarna Thorarensen og Jónas Hallgrímsson.
Valý Þórsteinsdóttir les.
Cornelius Vanderbilt (1794-1877) var bandarískur iðnjöfur og mannvinur sem byggði auð sinn á skipum og járnbrautum. Hér er á ferðinni áhugaverð grein um ævi þessa merka manns.
Rafn Haraldsson les.
Hin mexíkóska Amalia Hernandez var átta ára þegar hún ákvað að hún vildi læra að dansa. Hana dreymdi um að verða atvinnudansari, gegn vilja föður síns, og var ákveðin í að láta drauminn rætast. Áhugaverð grein úr tímaritinu Úrvali.
Lesari er Valý Þórsteinsdóttir.
Eintal á alneti er safn fróðlegra bókmenntaþátta sem Matthías Johannessen skrifar af sinni einstöku snilld og hugviti þannig að allir geta haft gaman af.
Guðmundur Ingi Kristjánsson les.
Grein eftir Stephan G. Stephansson.
Lesari er Ingólfur B. Kristjánsson.
Jón Trausti segir hér frá Eyjafjallajökli, sem hann telur fegurstan allra fjalla, og sveitinni þar í kring.
Í þessari áhugaverðu grein segir rithöfundurinn Jón Trausti (Guðmundur Magnússon) frá ,,fjórum mestu og víðfrægustu skáldum heimsins,'' eins og hann kemst að orði, en það eru Englendingurinn Shakespeare og Þjóðverjarnir Goethe, Schiller og Heine.
Lesari er Ingólfur B. Kristjánsson.
Lesari er Ingólfur B. Kristjánsson.
Lesari er Ingólfur B. Kristjánsson.
Lesari er Ingólfur B. Kristjánsson.
Lesari er Ingólfur B. Kristjánsson.