H.C. Andersen er heimsþekktur fyrir ævintýri sín og Eldfærin er eitt af þeim allra bestu. Hér segir frá dáta nokkrum sem kemst yfir sérkennileg eldfæri og með þeim getur hann kallað sér til aðstoðar þrjá stóreygða hunda sem hafa ráð undir rifi hverju.
Lesari er Dóra G. Wild.
Farlami drengurinn er ævintýri eftir danska rithöfundinn Hans Christian Andersen.
Jóhanna M. Thorlacius les.
Margrét Ingólfsdóttir les.
Sögumaðurinn Addad segir frá fimm bræðrum sem allir heita Ali. Faðir þeirra sendir þá út í heim til að freista gæfunnar og lýsir því yfir að sá þeirra sem komi aftur með bestu gjöfina muni hljóta allan arfinn eftir hann. Nú fáum við að heyra hvernig fer.
Saga um Benjamín Franklín þegar hann var ungur.
Lesari er Valý Ágústa Þórsteinsdóttir.
Flöskupúkinn er skemmtileg saga um pilt sem finnur glerflösku úti í skógi og sér að í henni er eitthvert kvikindi sem reynist vera púki.
Sigurður Arent Jónsson les.
Gamla konan í sögunni kaupir sér lítinn grís, en gengur ekki sem best að koma honum heim af markaðnum.
Sigurður Arent Jónsson les.
Gamla konan og læknirinn er dæmisaga úr safni Esóps. Hér segir frá gamalli konu sem er farin að missa sjónina og leitar sér aðstoðar hjá lækni nokkrum, en hann er ekki allur þar sem hann er séður.
Ingibjörg Sól Ingólfsdóttir les.
Sagan Gamli Lótan birtist fyrst í tímaritinu Dýravininum ásamt fleiri sögum Þorsteins Erlingssonar. Hér segir frá Lótan sem er „alræmt illmenni og hörkutól“. Hann kemur afleitlega fram við bæði menn og skepnur, en það á eftir að koma honum í koll.
Hér er á ferðinni hin þekkta saga um geiturnar þrjár og tröllið undir brúnni.
Sigurður Arent Jónsson les.
Flestir þekkja þjóðsöguna um Gilitrutt.
Edda Björg Eyjólfsdóttir les, tónlist gerði Birgir Ísleifur Gunnarsson.
Margrét Ingólfsdóttir les.
Flestir kannast við ævintýrið um hana Gullbrá sem villist í skóginum og kemur að húsi bjarnanna þriggja á meðan þeir eru að heiman.
Margrét Ingólfsdóttir les.
Gullgæsin er skemmtileg saga úr ævintýrasafni Grimms-bræðra. Hér segir frá ungum karlssyni sem kallaður er Klaufa-Bárður. Fyrir örlæti sitt og greiðvikni áskotnast honum gæs með gylltar fjaðrir og þá upphefst skondin atburðarás.
Hans klaufi er eitt af þekktustu og skemmtilegustu ævintýrum H.C. Andersen. Hans klaufi er staðráðinn í því að fá að giftast kóngsdótturinni og þykist vita hvernig hann geti heillað hana upp úr skónum.
Sigurður Arent Jónsson les.