Northanger Abbey var fyrsta skáldsagan sem Jane Austen lauk við, en hún var þó ekki gefin út fyrr en 1817, að höfundinum látnum.
Þessi saga er lesin á ensku.
Elizabeth Klett les.
Oliver Twist, eða The Parish Boy's Progress, er önnur skáldsaga Dickens og kom fyrst út á prenti á árunum 1837-1839. Hér segir frá munaðarlausa drengnum Oliver Twist sem strýkur til London og kemst þar í kynni við hóp ungra vasaþjófa og leiðtoga þeirra, glæpamanninn Fagin.
Sagan Our Mutual Friend er síðasta skáldsagan sem Charles Dickens lauk við, skrifuð á árunum 1864-65.
Þessi saga er lesin á ensku.
Lesari er Mil Nicholson.
Sagan Persuasion var síðasta fullkláraða skáldsaga Jane Austen.
Sagan Pride and Prejudice eftir Jane Austen er ein þekktasta og vinsælasta skáldsaga heimsbókmenntanna. (Í íslenskri þýðingu ber hún titilinn Hroki og hleypidómar.)
Vísindaskáldsagan Rebels of the Red Planet kom fyrst út árið 1961. Sögusviðið er plánetan Mars.
Sagan Sense and Sensibility var fyrsta útgefna verk Jane Austen og kom út árið 1811. Hér segir frá lífi og ástum hinna ólíku systra Elinor og Marianne Dashwood.
Elizabeth Klett les á ensku.
Siddhartha: An Indian Tale eftir Hermann Hesse kom fyrst út á þýsku árið 1922 og svo í enskri þýðingu í Bandaríkjunum árið 1951. Hér segir frá piltinum Siddhartha og leit hans að sjálfsþekkingu og andlegri uppljómun.
Silas Marner var þriðja skáldsaga George Eliot og kom út árið 1861.
Sagan Tess of the d'Urbervilles: A Pure Woman Faithfully Presented eftir Thomas Hardy kom fyrst út árið 1891 og er talin með mikilvægari verkum heimsbókmenntanna.
Adrian Praetzellis les á ensku.
Hin sígilda skáldsaga The Adventures of Huckleberry Finn eftir Mark Twain er almennt talin með fremstu skáldsögum bandarískra bókmennta. Hún er beint framhald skáldsögunnar The Adventures of Tom Sawyer og kom fyrst út árið 1884.
Mark F. Smith les á ensku.
The Adventures of Sherlock Holmes er safn fyrstu tólf smásagnanna um spæjarann snjalla, Sherlock Holmes. Sögurnar voru fyrst birtar í Strand Magazine á árunum 1891-1892.
Sögurnar eru lesnar á ensku.
Lesari er Mark F. Smith.
Edith Wharton (1862-1937) hlaut Pulitzer-verðlaunin fyrir skáldsöguna The Age of Innocence árið 1921, fyrst kvenna.
The Angel of Terror er spennandi glæpasaga eftir enska rithöfundinn Edgar Wallace (1875-1932), en hann var einn afkastamesti rithöfundur 20. aldarinnar.
The Art of War er rit um hernað og stríðsrekstur, eignað kínverska herforingjanum Sun Tzu. Það er eitt áhrifamesta rit kínverskra bókmennta og jafnframt eitt áhrifamesta rit sinnar tegundar. Ritið var samið einhvern tíma á bilinu 6.-4. öld f.Kr.
Lesturinn er á ensku.