The Trimmed Lamp er hnyttin smásaga um stúlkur í eiginmannaleit.
Bandaríski rithöfundurinn O. Henry (1862-1910), sem hét réttu nafni William Sidney Porter, var þekktur fyrir leiftrandi kímni, orðaleiki og sniðugar fléttur í smásögum sínum.
Þessi saga er lesin á ensku.
Hin þekkta og ástsæla barnasaga The Wind in the Willows eftir Kenneth Grahame kom fyrst út árið 1908. Hér segir frá félögunum Mole, Rat, Mr. Toad og ævintýrum þeirra.
Adrian Praetzellis les á ensku.
This Side of Paradise eftir bandaríska rithöfundinn F. Scott Fitzgerald kom út árið 1920 og var fyrsta skáldsaga höfundar. Hér segir frá ungum stúdent við Princeton-háskóla, Amory Blaine, ástum hans og framtíðardraumum á árunum í kringum fyrri heimsstyrjöldina.
Smásagan To Build a Fire er af mörgum talin með bestu verkum bandaríska rithöfundarins Jack London (1876-1916). Söguna byggði hann á eigin reynslu við gullgröft í Klondike á tímum gullæðisins.
Hin sígilda skáldsaga Treasure Island eftir skoska rithöfundinn Robert Louis Stevenson kom fyrst út á bók árið 1883. Sagan hefur margoft verið kvikmynduð og sett upp á leiksviði.
Hér er á ferðinni spennandi ævintýrasaga um sjóræningja og falinn fjársjóð.
Walter Schnaffs' Adventure er smásaga eftir franska rithöfundinn Guy de Maupassant (1850-1893), sem af mörgum er talinn einn af meisturum smásögunnar.
Wessex Tales er safn smásagna eftir enska rithöfundinn og skáldið Thomas Hardy. Fyrst komu út fimm sögur undir þessum titli árið 1888, en fyrir endurprentun árið 1896 var einni sögu bætt við og er það sú útgáfa sem hér birtist.
What Maisie Knew eftir Henry James kom fyrst út árið 1897. Hér segir frá Maisie, ungri dóttur ábyrgðarlausra foreldra.
Skáldsagan hlaut aðdáun margra fyrir tæknilega snilld höfundar og fyrir samfélagsádeiluna sem í sögunni felst.
Elizabeth Klett les á ensku.
Wives and Daughters var síðasta skáldverk breska rithöfundarins Elizabeth Gaskell (1810-1865). Sagan var birt í tímaritinu Cornhill Magazine á árunum 1864-1866. Elizabeth Gaskell lést skyndilega áður en hún náði að ljúka við síðasta kafla sögunnar.
Emily Brontë (1818-1848) var þekktust fyrir skáldsögu sína Wuthering Heights, sem kom út á íslensku undir titlinum Fýkur yfir hæðir. Söguna skrifaði hún undir dulnefninu Ellis Bell.