Kjalnesingasaga fellur í flokk yngri Íslendingasagna og er talin rituð um eða eftir aldamótin 1300. Þar er raunsæið farið að víkja fyrir reyfarakenndum atburðum sem eiga ekkert skylt við raunverulega atburði. Við merkjum þar skyldleika við þjóðsögur og fornaldar- og riddarasögur. Ólíkt mörgum eld
Króka-Refs saga er ekki með þekktari Íslendingasögum og hafa menn gjarnan litið framhjá henni, enda er hún um margt ólík þeim sem notið hafa hvað mestra vinsælda. Sagan er á margan hátt skyldari riddarasögum og/eða fornaldarsögum Norðurlanda.
Laxdæla saga hefur allt til að bera sem góða sögu skal prýða, svo sem ástir, stór örlög og yfirnáttúrulega atburði í litríkum búningi, en meginefni sögunnar er harmsaga þeirra Guðrúnar Ósvífursdóttur og Kjartans Ólafssonar.
Vatnsdæla saga er ein af yngri Íslendingasögunum. Hún býr yfir miklum töfrum og hefur að geyma ótalmargt sem einkennir góða sögu.