Lesari er Ingólfur B. Kristjánsson.
Sagan Undursamleg hjálp í lífsháska kom áður út í safninu Sögur Ísafoldar. Hér segir frá skoska stýrimanninum Robert Bruce og lífshættulegum aðstæðum sem hann lenti í á siglingu árið 1828.
Ingólfur B. Kristjánsson les.
Skipstjóri nokkur lendir í lífsháska á veiðum.
Rafn Haraldsson les.
Hér segir frá bónda nokkrum sem fær aldrei að sofa út á morgnana, því haninn hans vekur hann allt of snemma.
Lesari er Ingólfur B. Kristjánsson.
Skemmtileg saga sem fjallar um sjálfstæðishetju
Svisslendinga, Vilhjálm Tell.
Margrét Ingólfsdóttir les.
Vinurinn er saga um litla prinsessu og vinkonu hennar.
Sigurður Arent Jónsson les.
Vitnisburður hljóðritans segir frá því hvernig ný uppfinning leikur mikilvægt hlutverk við lausn morðmáls. Þessi uppfinning er hinn svokallaði hljóðriti, eða hljóðupptökutæki, sem er auðvitað hversdagslegt fyrirbæri í dag, en þótti á sínum tíma hið mesta undur.
Margrét Ingólfsdóttir les.
Völuspá er án efa eitt stórbrotnasta og merkasta kvæði okkar Íslendinga. Þetta sextíu og þriggja erinda kvæði stendur fremst í Konungsbók eddukvæða (frá um 1270) og er þá um leið inngangur að öllu safni eddukvæða.
Skemmtileg saga um fátæka regnhlífasmiðinn Yo Lo sem fær tækifæri til að sýna hvað í honum býr.
Lesari er Margrét Ingólfsdóttir.