Eldritið er greinargóð og spennandi lýsing eldklerksins Jóns Steingrímssonar á Skaftáreldunum sem hófust árið 1783. Sagt er frá miklum áhrifum eldanna á bæði gróður, menn og málleysingja.
Jón Steingrímsson skipstjóri segir hér á stórskemmtilegan hátt frá ævintýrum sínum við siglingar um öll heimsins höf. Hér segir frá áfengissmygli, árásum þýskra kafbáta og flugvéla á stríðsárunum, og svo mætti lengi telja.
Hér er á ferðinni ævisaga eldklerksins Jóns Steingrímssonar, rituð af honum sjálfum. Jón er hvað frægastur fyrir eldmessuna sem hann hélt meðan Skaftáreldar stóðu yfir, þegar hraunið stöðvaðist við kirkjutröppurnar meðan hann hélt guðsþjónustu.
Hallgrímur Indriðason les.
Ritgerðin Kötlugjá er inngangur að öðrum ritum Jóns Steingrímssonar um Kötlu. Hér eru rifjuð upp fyrri eldsumbrot í Kötlu fram að hinum miklu Skaftáreldum sem hófust 1783. Meðal annars kemur fram hvernig Kötlu-nafnið er til komið og hvenær fjallið hefur gosið.