Þessi frábæra grein er úr bókinni Um Jónas, en hér fjallar Matthías um þá Bjarna Thorarensen og Jónas Hallgrímsson.
Valý Þórsteinsdóttir les.
Eintal á alneti er safn fróðlegra bókmenntaþátta sem Matthías Johannessen skrifar af sinni einstöku snilld og hugviti þannig að allir geta haft gaman af.
Guðmundur Ingi Kristjánsson les.
Enn um Þórberg er sjálfstætt framhald hinnar frábæru viðtalsbókar Matthíasar Johannessen við Þórberg Þórðarson, Í kompaníi við allífið.
Aðalsteinn Júlíus Magnússon les.
Flugnasuð í farangrinum er safn smásagna eftir Matthías Johannessen. Sögurnar eru áhrifamiklar í einfaldleika sínum og bera vott um einstakt næmi höfundar á mannlegt eðli og tilveru.
Sögurnar komu út árið 1998 og nutu þá mikilla vinsælda.
Gunnar Már Hauksson les.
Bókmenntaþættir Matthíasar Johannessen komu út á bók árið 1985 og eru víðtækt og forvitnilegt úrval af skrifum höfundar um íslenskar bókmenntir og skáldverk nokkurra kunnra höfunda.
Bókmenntaþættir Matthíasar Johannessen komu út á bók árið 1985 og eru víðtækt og forvitnilegt úrval af skrifum höfundar um íslenskar bókmenntir og skáldverk nokkurra kunnra höfunda.
Í þessum þætti fjallar Matthías um leikritið Gullna hliðið eftir þjóðskáldið Davíð Stefánsson.
Hann nærist á góðum minningum er ein af perlum Matthíasar Johannessen, í sama anda og Vatnaskil. Hér blandar Matthías saman áhugaverðum endurminningum og hugleiðingum á snilldarlegan hátt og gerir enginn betur í þeim efnum.
Guðmundur Ingi Kristjánsson les.
Ingólfur B. Kristjánsson les.
Það hefur stundum verið sagt að skáldin séu samviska stjórnmálamannanna, og að listin sé oft á tíðum vegvísir inn í framtíðina. Það á svo sannarlega við með ljóðabálk Matthíasar Johannessen, Hrunadansinn.
Í bókinni er húmanistinn, skáldið og ritstjórinn staddur í miðju kaldastríðinu og Pasternak vísar höfundi veginn í óbilandi trú sinni á frelsi.
Hundaþúfan og hafið er fyrri viðtalsbókin af tveimur þar sem Matthías Johannessen ræðir við Pál Ísólfsson. Matthías nálgast efnið á varfærinn og gamansaman hátt eins og honum einum er lagið er hann gefur okkur innsýn í stórbrotinn heim Páls sem var einn mesti listamaður síns tíma.
Í dag skein sól er síðari viðtalsbókin af tveimur þar sem Matthías Johannessen ræðir við Pál Ísólfsson. Sú fyrri nefnist Hundaþúfan og hafið.