Ættarskömm er saga um ástir og örlög eftir Charles Garvice, sem var einn vinsælasti skáldsagnahöfundur síns tíma.
Kristján Róbert Kristjánsson les.
Ljóðabókin Ættjarðarljóð á atómöld eftir Matthías Johannessen kom fyrst út árið 1999.
Matthías Johannessen sjálfur les ljóðin.
Ævintýri á Korsíku er smásaga eftir sænska rithöfundinn og listamanninn Albert Engström (1869-1940). Guðmundur Finnbogason þýddi.
Björn Björnsson les.
Sherlock Holmes þarf vart að kynna fyrir hlustendum.
Hér er safn smásagna um þennan þekktasta spæjara bókmenntanna og Watson félaga hans, eftir skoska rithöfundinn og lækninn Arthur Conan Doyle (1859-1930).
Benjamín Franklín var stórmerkur maður og einn af ,,landsfeðrum" Bandaríkjanna. Hann fæddist í Boston árið 1706.
Hér er ævisaga hans í þýðingu hins eina sanna Jóns Sigurðssonar.
Ólöf Rún Skúladóttir les.
Sigurður Breiðfjörð var og er fremsta rímnaskáld okkar Íslendinga þó svo að rímurnar og Sigurður hafi liðið nokkuð fyrir ómaklegar árásir Jónasar Hallgrímssonar á sínum tíma. Nú getið þið hlustað á ævisögu þessa merka manns ritaða af samtímamanni hans, Gísla Konráðssyni.
Sigurður Ingjaldsson (1845-1933) fæddist að Rípi í Skagafirði, yngstur tíu systkina. Sex ára gamall flutti hann ásamt foreldrum sínum að Balaskarði í Húnavatnssýslu og ólst þar síðan upp. Hann kvæntist Margréti Kristjánsdóttur árið 1874.
Sveinbjörn Egilsson var einn af máttarstólpum sinnar samtíðar í menningarlegu tilliti. Hann var atkvæðamikill skólamaður og sem kennari og síðar rektor Lærða skólans hafði hann afgerandi áhrif á þróun menntamála á Íslandi. Þar fyrir utan var hann einn okkar frambærilegasti fræðimaður um skeið.
Fornaldarsögur Norðurlanda eru flokkur sagna og ævintýra frá fornum tíma á Norðurlöndum. Þær voru líklega allar skráðar á Íslandi á 13. og 14. öld. Þar koma við sögu ýmsar sögulegar persónur, svo sem Ragnar loðbrók, Sigurður Fáfnisbani og Göngu-Hrólfur.
Þáttur af Þorbrandi í Höfða og Hreiðari í Vilpu er smásaga eftir Guðmund Friðjónsson.
Bókmenntaþættir Matthíasar Johannessen komu út á bók árið 1985 og eru víðtækt og forvitnilegt úrval af skrifum höfundar um íslenskar bókmenntir og skáldverk nokkurra kunnra höfunda.
Í þessum þætti fjallar Matthías um Tómas Guðmundsson skáld.
Sigurður Arent Jónsson les.
Þegar drottningin á Englandi fór í orlof sitt er stutt skopsaga sem Jónas Hallgrímsson skrifaði í bréfi til Fjölnismanna.
Sigurður Arent Jónsson les.