Ein þekktasta jólasaga heimsbókmenntanna er án efa A Christmas Carol eftir Charles Dickens. Hér segir frá fúllynda nískupúkanum Ebenezer Scrooge og óvæntri heimsókn sem hann fær eina jólanótt sem á eftir að breyta lífi hans svo um munar.
Þessi saga er lesin á ensku.
Jón Trausti var einn vinsælasti rithöfundur Íslands á fyrstu áratugum 20. aldar, en hann lést fyrir aldur fram árið 1918. Sögur hans sem sprottnar eru úr íslenskum raunveruleika fundu sér samhljóm í hjörtum landsmanna. Það voru örlagasögur sem Íslendingar þekktu til af eigin raun.
Á götunni: dagbókarblað er smásaga eftir norska rithöfundinn og Nóbelsverðlaunahafann Knut Hamsun (1859-1952).
Jón Sigurðsson þýddi.
Björn Björnsson les.
Á heimleið var fyrsta skáldsaga Guðrúnar Lárusdóttur (1880-1938) og kom fyrst út árið 1913.
Guðrún Birna Jakobsdóttir les.
A Jury of Her Peers er smásaga eftir Susan Glaspell, lauslega byggð á raunverulegum atburði sem höfundurinn hafði fjallað um sem blaðamaður. Upphaflega var sagan skrifuð sem leikrit í einum þætti árið 1916 og bar þá titilinn Trifles.
Hér segir frá völdum stöðum á landinu, minnisvörðum, söfnum, kirkjum og öðru merkilegu sem allir ættu að hafa bæði gagn og gaman af að kynnast á leið sinni um landið.
A Matter of System er skemmtileg jólasaga eftir Eleanor H. Porter, en hún var hvað þekktust fyrir sögurnar um Pollýönnu.
Cori Samuel les á ensku.
A Portrait of the Artist as a Young Man var fyrsta skáldsaga írska rithöfundarins James Joyce (1882-1941) og eitt af lykilverkum módernismans. Hér segir frá hinum unga Stephen Dedalus sem á ekki alveg samleið með því kaþólska og hefðbundna umhverfi sem hann elst upp í.
Skáldsagan vinsæla A Room with a View eftir E. M. Forster kom fyrst út árið 1908. Sögusviðið er Ítalía og England við upphaf 20. aldarinnar.
Þessi saga er lesin á ensku.
Lesari er Elizabeth Klett.
Á skipsfjöl er smásaga eftir Guðmund Friðjónsson.
Í skáldsögunni A Study in Scarlet komu Sherlock Holmes og Dr. Watson fyrst fram á sjónarsviðið, en samtals skrifaði Conan Doyle fjórar skáldsögur og 56 smásögur um spæjarann snjalla. Sagan kom fyrst út árið 1887 í tímaritinu Beeton's Christmas Annual.
A Tale of Two Cities er söguleg skáldsaga eftir Charles Dickens. Sögusviðið er borgirnar London og París á tímum frönsku byltingarinnar. Margir kannast við upphafsorðin: "It was the best of times, it was the worst of times..."