Jón Trausti (Guðmundur Magnússon) var ásamt Torfhildi Hólm fyrstur Íslendinga til að rita sögulegar skáldsögur, ef frá eru taldar Íslendingasögurnar.
Sagan Krossinn helgi í Kaldaðarnesi eftir Jón Trausta er saga frá tímum siðaskiptanna. Hún kom fyrst út árið 1916.
Guðmundur Friðjónsson (1869-1944) fæddist á Sílalæk í Aðaldal. Um þrítugsaldur hóf hann búskap á Sandi í Aðaldal og bjó þar síðan til dauðadags. Hann var að mestu sjálfmenntaður, alþýðuskáld sem margir vilja meina að hafi verið með betri skáldum síns samtíma.
Ingólfur B. Kristjánsson les.
Ingólfur B. Kristjánsson les.
Peter Cheyney (1896-1951) var breskur spennusagnahöfundur. Hann skrifaði bæði smásögur og skáldsögur og voru margar þeirra kvikmyndaðar, einkum af frönskum kvikmyndagerðarmönnum. Verk Cheyney seldust í milljónum eintaka meðan hann var á lífi, en eru nú flestum gleymd.
Hér er kominn ljóðahlutinn úr fyrstu bók Einars, Sögur og kvæði, sem kom út árið 1897.
Gestur Pálsson var einn af Verðandi-mönnum en þeir boðuðu raunsæið með tímariti sínu fyrstir allra á Íslandi. Sögur Gests hafa löngum þótt bera af öðrum samtímasögum og er Kærleiksheimilið af mörgum talin vera hans besta saga.
Ingólfur B. Kristjánsson les.
L'Arrabbiata er sígild smásaga eftir þýska rithöfundinn og Nóbelsverðlaunahafann Paul Heyse (1830-1914).
Smásagan Land blindingjanna (The Country of the Blind) er ein af best þekktu smásögum höfundar. Hún kom fyrst út árið 1904 í tímaritinu The Strand.
Lesari er Ingólfur B. Kristjánsson.
Landshöfðinginn í Júdeu er söguleg smásaga eftir Nóbelsverðlaunahafann Anatole France.
Björn Björnsson les.
Jóhann Magnús Bjarnason (1866–1945) er þekktastur fyrir sögur sínar um Eirík Hansson og Brasilíufarana. Jóhann Magnús fór ungur til Kanada með foreldrum sínum, gerðist barnakennari þar en vann jafnframt að ritstörfum.
Sigurður Arent Jónsson les.
Laxdæla saga hefur allt til að bera sem góða sögu skal prýða, svo sem ástir, stór örlög og yfirnáttúrulega atburði í litríkum búningi, en meginefni sögunnar er harmsaga þeirra Guðrúnar Ósvífursdóttur og Kjartans Ólafssonar.
Þorgils gjallandi hét réttu nafni Jón Stefánsson. Smásöguna Leidd í kirkju skrifaði hann árið 1890. Höfundur fjallar hér á beinskeyttan og kímni blandinn hátt um trú, kirkjurækni og sannfæringu einstaklingsins gagnvart ríkjandi hefðum.
Jón Sveinsson les.
,,Aðdragandi morðmálsins sem kviðdómurinn hafði til meðferðar var þessi: Haustdag einn, í drungalegu veðri, hafði hinn alþekkti bankastjóri B. fundist dauður á skrifstofunni sinni, skotinn í ennið." Þannig hefst sagan Leikarar eftir Hans Kafka.
Magnús Ásgeirsson þýddi.
Leiðin til skáldskapar eftir Sigurjón Björnsson kom fyrst út í ritröðinni Smábækur Menningarsjóðs árið 1964. Var hún 15 bókin í þeirri ritröð. Undirtitill bókarinnar er: Hugleiðingar um upptök og þróun skáldhneigðar Gunnars Gunnarssonar.
Ósvífinn valdamaður fær á baukinn frá hreinskilnum förukarli.
Sagan birtist í safni Torfhildar Hólm, Þjóðsögur og sagnir.
Ingibjörg Sól Ingólfsdóttir les.
Lögreglustöðin var beint á móti klaustrinu. Hvernig tókst þá nunnunum að dyljast þar áratugum saman og hverfa svo eins og fyrir galdra? Hið falda klaustur St. Monicu í Puebla í Mexíkó er enn hinn mesti leyndardómur. Áhugaverð grein úr tímaritinu Úrvali.
Lesari er Valý Þórsteinsdóttir.
Leyndarmál hertogans er saga um ástir og örlög eftir enska rithöfundinn Charlotte M. Brame.
Hinn ungi hertogi af Castlemay er beittur miklum þrýstingi af móður sinni um að kvænast, en í fortíð hans býr leyndarmál sem kemur í veg fyrir að hún fái sínu framgengt.
Leyndarmál kastalans er dularfull og spennandi saga eftir Arthur Conan Doyle, höfund sagnanna um spæjarann snjalla, Sherlock Holmes. Sagan heitir Rodney Stone á frummálinu.
Guðmundur Ingi Kristjánsson les.
Leyndarmál kennarans eftir Erlend Jónsson kom fyrst út árið 1987 í smásagnasafninu Farseðlar til Argentínu.
Leyndarmálið er saga eftir austurríska rithöfundinn, leikskáldið og blaðamanninn Stefan Zweig (1881–1942). Sagan heitir á frummálinu Brennendes Geheimnis og kom fyrst út árið 1913.
Leysing var næsta bók Jóns Trausta sem kom út á eftir Höllu. Átti hún töluverðan þátt í því að afla honum þeirra vinsælda sem hann naut á sínum tíma, enda skemmtileg og hrífandi saga.
Guðmundur Ingi Kristjánsson les.
Einar Kvaran var mikill spíritisti og skrifaði mikið um slík málefni.
Sagan Life in the Iron Mills markaði tímamót í bandarískri bókmenntasögu sem eitt fyrsta verk raunsæisbókmennta.
Sagan birtist fyrst á prenti árið 1861.
Smásagan Lífið á Breiðósi eftir Erlend Jónsson segir frá unglingspilti sem á ekki sjö dagana sæla, hvorki heima fyrir né í skólanum. Sérstaklega virðist skólastjóranum vera illa við hann.
Líkfylgdarmaðurinn eftir Axel Munthe er tíundi kaflinn í minningasafninu The Story of San Michele og þó sjálfstæð frásögn.
Axel Munthe (1857-1949) var sænskur læknir og rithöfundur.
Björn Björnsson les.
Lilli Villi Vinki er smásaga eftir Rudyard Kipling. Þorsteinn Gíslason þýddi.
Björn Björnsson les.
Saga um Abraham Lincoln og rauðbrystinga.
Lesari er Margrét Ingólfsdóttir.
Þetta er saga um litla stelpu sem nennir engu nema að leika sér. Hún vill ekki hjálpa mömmu sinni en þegar hún fer að leika sér í skóginum kemst hún að því að lífið er ekki einn stór leikur.
Lesari er Guðrún Elva Guðmundsdóttir.