Fornaldarsögur Norðurlanda eru flokkur sagna og ævintýra frá fornum tíma á Norðurlöndum. Þær voru líklega allar skráðar á Íslandi á 13. og 14. öld. Þar koma við sögu ýmsar sögulegar persónur, svo sem Ragnar loðbrók, Sigurður Fáfnisbani og Göngu-Hrólfur.
Ramóna er söguleg skáldsaga eftir Helen Hunt Jackson (1830-1885). Sagan gerist í Bandaríkjunum og segir frá munaðarlausri stúlku af skoskum og indíánaættum. Sagan kom fyrst út árið 1884 og varð strax gríðarlega vinsæl. Hún hefur fjórum sinnum verið kvikmynduð.
Það hefur stundum verið sagt að Jónas Jónasson frá Hrafnagili hafi verið fyrsti sakamálasagnahöfundurinn. Sagan Randíður í Hvassafelli eftir hann er gott dæmi um það þó hún sé kannski ólík þeim sakamálasögum sem við lesum í dag.
Ránið á K.A. járnbrautarlestinni eftir Paul Leicester Ford er spennandi frásögn, byggð á raunverulegum atburðum. Hún heitir á frummálinu The Great K & A Train Robbery.
Áhugaverð grein eftir Jón Trausta (Guðmund Magnússon).
Lesari er Jón Sveinsson.
Danski málfræðingurinn og málvísindafrömuðurinn Rasmus Kristján Rask (1787-1832) er flestum Íslendingum kunnur.
Björn Magnússon Ólsen er höfundur þessa minningarrits um Rask, sem fyrst kom út hjá Hinu íslenska bókmenntafélagi árið 1888.
Guðmundur Ingi Kristjánsson les.
Sagan Ratvís (The Pathfinder) eftir James Fenimore Cooper er þriðja skáldsagan af fimm sem fjallar um veiðimanninn Natty Bumppo og besta vin hans indíánahöfðingjann Chingachgook sem ferðast um óbyggðir Ameríku og lifa á veiðum. Sagan kom út árið 1840.
Hér er hið þekkta ævintýri um stúlkuna Rauðhettu skemmtilega leikið af Jakobi Ómarssyni, Margréti Ingólfsdóttur og Valý Þórsteinsdóttur.
Rauðu skórnir er ævintýri eftir danska rithöfundinn Hans Christian Andersen.
Jóhanna M. Thorlacius les.
Vísindaskáldsagan Rebels of the Red Planet kom fyrst út árið 1961. Sögusviðið er plánetan Mars.
Margrét Ingólfsdóttir les.
Skemmtileg dæmisaga.
Lesari er Margrét Ingólfsdóttir.
Regndropinn er saga um bónda sem bíður eftir regni til að kornið hans geti vaxið og regndropa sem vill hjálpa honum.
Sigurður Arent Jónsson les.
Reisubók séra Ólafs Egilssonar er ómissandi heimild um atburðarásina í kringum Tyrkjaránið og þann tíðaranda sem ríkti á Íslandi á 17. öld. Þó stíllinn sé nokkuð stirður var Ólafur eftirtektarsamur og segir um margt skemmtilega frá.
Skemmtileg saga um Önnu gömlu og álfana í skóginum.
Margrét Ingólfsdóttir les.
Ritgerð Benedikts Sveinbjarnarsonar Gröndal um Reykjavík árið 1900 er bæði ómetanleg heimild um lífið á þessum mótunarárum höfuðstaðarins og skemmtileg frásögn þar sem skáldið og rithöfundurinn fer á kostum og skemmtir okkur með leiftrandi lýsingum á mannlífi og menningu þess tíma.
Áhugaverð og skemmtileg saga.
Ingólfur B. Kristjánsson les.
Sigurður Breiðfjörð var og er fremsta rímnaskáld okkar Íslendinga þó svo að rímurnar og Sigurður hafi liðið nokkuð fyrir ómaklegar árásir Jónasar Hallgrímssonar á sínum tíma.
Sigurður Breiðfjörð var og er fremsta rímnaskáld okkar Íslendinga þó svo að rímurnar og Sigurður hafi liðið nokkuð fyrir ómaklegar árásir Jónasar Hallgrímssonar á sínum tíma.
Saga úr æsku bandaríska skáldsins Henry Wadsworth Longfellow.
Valý Ágústa Þórsteinsdóttir les.
Tímaritið Fjallkonan var á sínum tíma eitt helsta tímarit sem út kom á Íslandi, en það var á árunum 1884-1911. Stofnandi blaðsins og jafnframt ritstjóri þess lengst af var Valdimar Ásmundsson.
Sagan Róbinson Krúsó kom fyrst út árið 1719 og hét þá Life and strange surprising adventures of Robinson Crusoe. Hún varð strax mjög vinsæl og enn þann dag í dag yljar hún lesendum út um allan heim, enda sagan verið þýdd á ótal tungumál.
Rödd hjartans er saga um ástir og örlög eftir Charles Garvice, sem var einn vinsælasti skáldsagnahöfundur síns tíma.
Guðmundur Ingi Kristjánsson les.
Ritsnillingurinn Jón Trausti segir hér frá Theodore Roosevelt, fyrrum forseta Bandaríkjanna, og japanska flotaforingjanum Heihachiro Togo.
Lesari er Jón Sveinsson.
Malaradóttir ein þarf að spinna gull úr heyi ef hún vill halda lífinu, en það kann hún að sjálfsögðu ekki. Til allrar hamingju kemur skrýtinn karl með ennþá skrýtnara nafn henni til hjálpar.
Saga af Tristram og Ísönd eða Tristrams saga er fyrsta riddarasagan ,,sem vitað er að þýdd hafi verið á norræna tungu, árið 1226," eins og fram kemur í formála safnsins Riddarasögur (1954).
Saga um klukkustund (The Story of an Hour) eftir bandarísku skáldkonuna Kate Chopin (1850-1904) er stórkostleg saga sem hún skrifaði 19. apríl árið 1894. Segir þar frá konunni Louise Mallard sem fréttir að maður hennar sé dáinn.
Saga úr sveitinni eftir Erlend Jónsson er brosleg sýn á lífið í sveitinni fyrir norðan, frá sjónarhorni tólf ára aðkomudrengs.
Kristján Róbert Kristjánsson les.
Sagan af Dimmalimm eftir Guðmund Thorsteinsson (Mugg) er flestum Íslendingum kunn. Hér segir frá prinsessunni Dimmalimm og svaninum sem henni þykir svo vænt um.
Sigurður Arent Jónsson les.
Margrét Ingólfsdóttir les.