Ókindin í eyranu á honum Frigga í Fagradal er smásaga eftir franska rithöfundinn Guy de Maupassant. Davíð Scheving Thorsteinsson þýddi.
Ólafur Tryggvason var konungur Noregs á árunum 995-1000. Hann lagði mikla rækt við að kristna sína þjóð og aðrar.
Lesari er Margrét Ingólfsdóttir.
Oliver Twist, eða The Parish Boy's Progress, er önnur skáldsaga Dickens og kom fyrst út á prenti á árunum 1837-1839. Hér segir frá munaðarlausa drengnum Oliver Twist sem strýkur til London og kemst þar í kynni við hóp ungra vasaþjófa og leiðtoga þeirra, glæpamanninn Fagin.
Guðmundur Friðjónsson (1869-1944) fæddist á Sílalæk í Aðaldal. Um þrítugsaldur hóf hann búskap á Sandi í Aðaldal og bjó þar síðan til dauðadags. Hann var að mestu sjálfmenntaður, alþýðuskáld sem margir vilja meina að hafi verið með betri skáldum síns samtíma.
Valý Þórsteinsdóttir les.
Orrustan við mylluna: Saga frá þýsk-franska stríðinu 1871 er smásaga eftir franska rithöfundinn, leikskáldið og blaðamanninn Émile Zola (1840-1902). Sagan heitir á frummálinu L'Attaque du moulin og kom fyrst út árið 1877. Þorsteinn Gíslason þýddi.
Fornaldarsögur Norðurlanda eru flokkur sagna og ævintýra frá fornum tíma á Norðurlöndum. Þær voru líklega allar skráðar á Íslandi á 13. og 14. öld. Þar koma við sögu ýmsar sögulegar persónur, svo sem Ragnar loðbrók, Sigurður Fáfnisbani og Göngu-Hrólfur.
Sagan Ósannanlegt er fengin úr tímaritinu Ísafold frá árinu 1916. Er hér um að ræða nokkurs konar sakamálasögu þó með óbeinum hætti sé. Ekki er getið um höfund að sögunni. Sagan tekur um 15 mínútur í flutningi.
Lesari er Ingólfur B. Kristjánsson.
Lesari er Margrét Ingólfsdóttir.
Þorgils gjallandi hét réttu nafni Jón Stefánsson og var vinnumaður og bóndi í Mývatnssveit. Hann veigraði sér ekki við að kanna dýptir mannlegs eðlis í skrifum sínum, auk þess sem frelsi og hamingja einstaklingsins voru honum hugleikin. Smásöguna Ósjálfræði skrifaði hann árið 1890.
Þrátt fyrir að Einar Kvaran væri sannfærður spíritisti tók hann sjálfan sig ekki alltaf mjög hátíðlega, eins og sagan Óskin ber með sér.
Ungur maður, sonur fátækra hjóna, hlýtur eina ósk. Foreldrar hans og eiginkona hafa öll skoðun á því hvers hann skuli óska sér, en hvernig ætli honum takist að gera þeim öllum til hæfis með aðeins einni ósk?
Ingibjörg Sól Ingólfsdóttir les.
Margrét Ingólfsdóttir les.
Otur er smásaga eftir sænska listamanninn og rithöfundinn
Albert Engström (1869-1940).
Björn Björnsson les.
Sagan Our Mutual Friend er síðasta skáldsagan sem Charles Dickens lauk við, skrifuð á árunum 1864-65.
Þessi saga er lesin á ensku.
Lesari er Mil Nicholson.
Bróðir sögumanns er ákærður fyrir morð sem hann hefur ekki framið. Réttarhöld verða haldin fljótlega og tveir menn vitna gegn honum. Sögumaður fer að grennslast fyrir um málið og kemst að því að ekki er allt sem sýnist.
Páll sjóræningi eða Plága Antilla-eyjanna er spennandi saga eftir Sylvanus Cobb.
Kristján Róbert Kristjánsson les.
Panov gamli og jólin er falleg jólasaga eftir Leo Tolstoy. Hér segir frá gamla skósmiðnum Panov sem á von á mikilvægum gesti í heimsókn um jólin.
Ólöf Rún Skúladóttir les.
Percival Keene eftir kaptein Frederick Marryat er ein af öndvegissögum heimsbókmenntanna. Hún kom fyrst út árið 1842. Hér segir frá hinum uppátækjasama dreng Percival Keene sem lifir að hluta til í eigin heimi og er fátt heilagt.
Sagan Persuasion var síðasta fullkláraða skáldsaga Jane Austen.
Pétur Gautur er leikrit í fimm þáttum eftir norska leikskáldið Henrik Ibsen. Það var fyrst sýnt árið 1874 með tónlist sem Edvard Grieg samdi við verkið.
Einar Benediktsson þýddi.
Hallgrímur Helgi Helgason les.
Lesari er Margrét Ingólfsdóttir.
Löngum hefur verið talað um Pilt og stúlku eftir Jón Thoroddsen sem fyrstu íslensku nútímaskáldsöguna. Sagan hefur lengi lifað með þjóðinni og mun eflaust lifa lengi enn.
Guðrún Birna Jakobsdóttir les.
Margrét Ingólfsdóttir les.
Prangarabúðin helga birtist í Sögusafni Ísafoldar árið 1892.
Sagan Pride and Prejudice eftir Jane Austen er ein þekktasta og vinsælasta skáldsaga heimsbókmenntanna. (Í íslenskri þýðingu ber hún titilinn Hroki og hleypidómar.)
Prinsessan á bauninni er skemmtilegt ævintýri um prins sem vill svo gjarnan eignast prinsessu fyrir konu, en það gengur ekki sem best hjá honum. Eina rigningarnótt er barið að dyrum í höllinni og fyrir utan stendur stúlka sem segist vera sönn prinsessa.
Ingibjörg Sól Ingólfsdóttir les.
Prinsessan á bauninni er skemmtilegt ævintýri um prins sem vill svo gjarnan eignast prinsessu fyrir konu, en það gengur ekki sem best hjá honum. Eina rigningarnótt er barið að dyrum í höllinni og fyrir utan stendur stúlka sem segist vera sönn prinsessa.
Quo vadis? er söguleg skáldsaga eftir Henryk Sienkiewicz. Sögusviðið er Róm í kringum árið 64 e.Kr., í valdatíð Nerós keisara. Hér segir frá ástum rómverska aðalsmannsins Markúsar Vinicíusar og Ligíu, ungrar kristinnar konungsdóttur af öðrum þjóðflokki.
Raddir dagsins kom fyrst út árið 2000 og er sjöunda ljóðabók höfundar. Eins og jafnan þegar Erlendur á í hlut eru ljóðin hreinskiptin og einlæg og ekki verið að fara í kringum hlutina.
Lesari er Ingólfur B. Kristjánsson.