Sherlock Holmes þarf vart að kynna fyrir hlustendum.
Hér er safn smásagna um þennan þekktasta spæjara bókmenntanna og Watson félaga hans, eftir skoska rithöfundinn og lækninn Arthur Conan Doyle (1859-1930).
Augasteinninn gamla mannsins er forvitnileg sakamálasaga eftir ókunnan höfund.
Lesari er Aldís Baldvinsdóttir.
Sagan Blóðhefnd (Vendetta) er eftir Archibald Clavering Gunter og þýdd af Birni Jónssyni ritstjóra Ísafoldar, en þar birtist hún fyrst á íslensku á árunum 1899-1900. Þetta er rómantísk spennusaga sem allir geta haft gaman að.
Valý Ágústa Þórsteinsdóttir les.
Ingólfur B. Kristjánsson les.
Cymbelína hin fagra er spennandi sakamálasaga með rómantísku ívafi eftir Charles Garvice, sem var einn vinsælasti skáldsagnahöfundur síns tíma.
Þýðandi er Guðmundur Guðmundsson, cand. phil.
Ingólfur B. Kristjánsson les.
Sagan Eftir glæpinn eftir Constant Guéroult er áhugaverð saga frá 19. öld sem birtist fyrst á íslensku í Fjallkonunni. Sagan segir frá flótta manns sem hefur framið morð frá laganna vörðum.
Sherlock Holmes þarf vart að kynna fyrir hlustendum.
Hér er safn smásagna um þennan þekktasta spæjara bókmenntanna og Watson félaga hans, eftir skoska rithöfundinn og lækninn Arthur Conan Doyle (1859-1930).
Valý Þórsteinsdóttir les.
Hákarl í kjölfarinu er bráðskemmtileg og spennandi sakamálasaga eftir hinn fræga rithöfund Jonas Lie, sem hér skrifar undir dulnefninu Max Mauser. Sagan gerist á tímum spænsku borgarastyrjaldarinnar. Dularfull morð eru framin um borð í skipi á ferð milli Evrópu og Ameríku.
Hringurinn helgi eftir Fergus Hume er spennusaga sem gerist á bresku óðalssetri. Hér fléttast saman svik, rómantík og magnþrungin örlög; ekkert er sem sýnist.
Lesari er Aldís Baldvinsdóttir.
Hvíti hanskinn er sígild glæpasaga eftir enska rithöfundinn Fred M. White (1859-1935). Hér segir frá Clifford Marsh, námuverkfræðingi sem er kominn í kröggur. Dag nokkurn kemur hann til aðstoðar dularfullri konu sem virðist búa yfir skuggalegu leyndarmáli.
Hvítmunkurinn er skemmtileg og áhugaverð saga af gamla skólanum þar sem örlög og ástir tvinnast saman við glæpi og refsingar.
Lesari er Aldís Baldvinsdóttir.
Hægt er að halda því fram að séra Jónas Jónasson frá Hrafnagili hafi verið fyrsti sakamálasagnahöfundur okkar Íslendinga, en hann skrifaði nokkrar slíkar sögur á síðari hluta 19. aldar.
,,Aðdragandi morðmálsins sem kviðdómurinn hafði til meðferðar var þessi: Haustdag einn, í drungalegu veðri, hafði hinn alþekkti bankastjóri B. fundist dauður á skrifstofunni sinni, skotinn í ennið." Þannig hefst sagan Leikarar eftir Hans Kafka.
Magnús Ásgeirsson þýddi.
Lögreglufulltrúinn er spennandi saga eftir Elin Hamton.
Morð hefur verið framið um borð í lest og í ljós kemur að margir höfðu átt sökótt við hinn látna.
Ólöf Rún Skúladóttir les.