Þrátt fyrir að Einar Kvaran væri sannfærður spíritisti tók hann sjálfan sig ekki alltaf mjög hátíðlega, eins og sagan Óskin ber með sér.
Áhugaverð og skemmtileg saga.
Ingólfur B. Kristjánsson les.
Skáldsagan Sögur Rannveigar eftir Einar Hjörleifsson Kvaran kom út í tveimur hlutum árin 1919 og 1922. Einar var mikill spíritisti og gætir þeirra áhrifa í Sögum Rannveigar.
Kristján Róbert Kristjánsson les.
Skáldsagan Sögur Rannveigar eftir Einar Hjörleifsson Kvaran kom út í tveimur hlutum árin 1919 og 1922. Einar var mikill spíritisti og gætir þeirra áhrifa í Sögum Rannveigar.
Kristján Róbert Kristjánsson les.
Sveinn káti er á mörkum þess að vera smásaga og minningabrot. Sagan er með fyrstu smásögum Einars Kvaran og strax þá koma fram sterk höfundareinkenni ásamt hinum persónulega stíl
Gestur Pálsson og Einar Kvaran kynntust ungir í skóla og leiðir þeirra lágu sama með reglulegu millibili. Þeir stóðu saman að blaðinu Verðandi sem boðaði raunsæisstefnuna á Íslandi árið 1883 en síðar urðu þeir báðir ritstjórar í Kanada, hvor yfir sínu blaði.
Þegar Einar Kvaran var við nám í Kaupmannahöfn umgekkst hann mest vini sína úr Lærða skólanum og þá sem deildu með honum áhuga á bókmenntum. Má þar nefna Hannes Hafstein, Bertel E. Ó. Þorleifsson og Gest Pálsson. Allir höfðu þeir mikinn áhuga á bókmenntum og raunsæisstefnunni.
Vistaskipti er ein af hinum sígildu íslensku sveitasögum í anda raunsæis, þar sem áherslan er fyrst og fremst á lítilmagnanum og illum aðbúnaði hans.
Sagan Vonir hefur lengi verið talin ein af bestu sögum Einars.