Spurning um hugrekki er spennandi saga eftir danska glæpasagnahöfundinn Else Fischer (1923-1976).
Sigurður Arent Jónsson les.
Margrét Ingólfsdóttir les.
Steinaldarveislan eftir Valgarð Egilsson er einsök lýsing á lífshlaupi höfundar. Bókin er í raun samtal hans við lesandann, þar sem hann gerir grein fyrir þeim breytingum sem hann hefur upplifað á sinni ævi, sem jafnframt er góður spegill á íslenskt samfélag.
Margrét Ingólfsdóttir les.
Stígvélaði kötturinn er skemmtilegt ævintýri sem flestir kannast við. Hér segir frá ráðagóðum ketti sem hjálpar eiganda sínum, fátækum malarasyni, að komast í mjúkinn hjá gamla kónginum og dóttur hans.
Margrét Ingólfsdóttir les.
Stjarnan er falleg saga, jafnt fyrir börn sem fullorðna, eftir
hinn óviðjafnanlega breska ritsnilling Charles Dickens.
Í sögunni koma fram allir hans bestu eiginleikar, lýsingar
á fólki og kringumstæðum.
,,Þegar Aðalsteinn var orðinn fertugur tók hann ævi sína til endurskoðunar. Hvað hafði orðið af árunum?'' Þannig hefst smásagan Stjórnmálanámskeið eftir Erlend Jónsson.
Ingólfur B. Kristjánsson les.
Bókmenntaþættir Matthíasar Johannessen komu út á bók árið 1985 og eru víðtækt og forvitnilegt úrval af skrifum höfundar um íslenskar bókmenntir og skáldverk nokkurra kunnra höfunda.
Margrét Ingólfsdóttir les.
Rússneski rithöfundurinn Maxim Gorki (1868-1936) missti foreldra sína ungur og var lengi á hálfgerðum vergangi. Hann ferðaðist fótgangandi um rússneska keisaradæmið um fimm ára skeið, tók þá vinnu sem í boði var á hverjum stað og kynntist þannig fjölbreytilegu mannlífi.
Fornaldarsögur Norðurlanda eru flokkur sagna og ævintýra frá fornum tíma á Norðurlöndum. Þær voru líklega allar skráðar á Íslandi á 13. og 14. öld. Þar koma við sögu ýmsar sögulegar persónur, svo sem Ragnar loðbrók, Sigurður Fáfnisbani og Göngu-Hrólfur.