The Thirty-nine Steps eftir John Buchan er æsispennandi saga þar sem fléttast saman njósnir, morð, leyndarmál og hasar. Vorið 1914 er skoski verkfræðingurinn Richard Hannay nýkominn heim til London eftir langa dvöl erlendis.
Tímavélin (The Time Machine) kom út árið 1895 og var fyrsta skáldsagan sem kom út eftir H. G. Wells. Er þetta vísindaskáldsaga og fyrsta bókin af mörgum síðan þar sem þessi hugmynd um tímaflakk með einhvers konar vél er reifað.
The Touchstone er stutt skáldsaga eða nóvella eftir bandaríska rithöfundinn Edith Wharton. Sagan kom út árið 1900 og var fyrsta nóvella höfundar.
Breski rithöfundurinn Saki hét réttu nafni Hector Hugh Munro (1870-1916). Hann er hvað þekktastur fyrir hnyttnar sögur þar sem hann hæðist að bresku samfélagi og menningu við upphaf 20. aldarinnar.
Tae Jensen les á ensku.
The Trimmed Lamp er hnyttin smásaga um stúlkur í eiginmannaleit.
Bandaríski rithöfundurinn O. Henry (1862-1910), sem hét réttu nafni William Sidney Porter, var þekktur fyrir leiftrandi kímni, orðaleiki og sniðugar fléttur í smásögum sínum.
Þessi saga er lesin á ensku.
Hin þekkta og ástsæla barnasaga The Wind in the Willows eftir Kenneth Grahame kom fyrst út árið 1908. Hér segir frá félögunum Mole, Rat, Mr. Toad og ævintýrum þeirra.
Adrian Praetzellis les á ensku.
Leopold Ritter von Sacher-Masoch (1836–1895) var austurrískur rithöfundur og blaðamaður sem varð kunnur fyrir smásögur sínar, sem þóttu oft á tíðum djarfar og sýna lífið í nokkuð óvenjulegu ljósi. Þá var hann óhræddur við að fjalla um hluti sem aðrir veigruðu sér við á þeim tíma, eins og kynlíf.
This Side of Paradise eftir bandaríska rithöfundinn F. Scott Fitzgerald kom út árið 1920 og var fyrsta skáldsaga höfundar. Hér segir frá ungum stúdent við Princeton-háskóla, Amory Blaine, ástum hans og framtíðardraumum á árunum í kringum fyrri heimsstyrjöldina.
Tilhugalíf er smásaga eftir Gest Pálsson.
Björn Björnsson les.
H.C. Andersen er heimsþekktur fyrir ævintýri sín og Tindátinn staðfasti er eitt af þeim þekktustu og bestu.
Lesari er Þóra Hjartardóttir.
Birgir Ísleifur Gunnarsson sá um tónlist og hljóðvinnslu.
Guðmundur Friðjónsson (1869-1944) fæddist á Sílalæk í Aðaldal. Um þrítugsaldur hóf hann búskap á Sandi í Aðaldal og bjó þar síðan til dauðadags. Hann var að mestu sjálfmenntaður, alþýðuskáld sem margir vilja meina að hafi verið með betri skáldum síns samtíma.
Smásagan To Build a Fire er af mörgum talin með bestu verkum bandaríska rithöfundarins Jack London (1876-1916). Söguna byggði hann á eigin reynslu við gullgröft í Klondike á tímum gullæðisins.