Ritsnillingurinn Jón Trausti (Guðmundur Magnússon) skrifar hér áhugaverða grein um stjórnmálamanninn, hershöfðingjann og diplómatann Li-Hung Chang (einnig ritað Li Hongzhang) annars vegar og hins vegar um samúræjann og stjórnmálamanninn Hirobumi Ito (Itō Hirobumi).
Jón Sveinsson les.
Ritgerðin Kötlugjá er inngangur að öðrum ritum Jóns Steingrímssonar um Kötlu. Hér eru rifjuð upp fyrri eldsumbrot í Kötlu fram að hinum miklu Skaftáreldum sem hófust 1783. Meðal annars kemur fram hvernig Kötlu-nafnið er til komið og hvenær fjallið hefur gosið.
,,Sigurlaug og Geirlaug hétu þær, og voru alsystur, en ekki vitund líkar." Þannig hefst saga Jóns Trausta um systurnar tvær og ólíkt hlutskipti þeirra í lífinu.
Sigurður Arent Jónsson les.
Sagan Týnda konan eftir bandaríska rithöfundinn Theodore Dreiser heitir á frummálinu The Lost Phoebe. Hér segir frá gömlum manni sem er sannfærður um að eiginkona hans sé enn á lífi og leitar hennar um víðan völl.
Björn Björnsson les.
Lesari er Ingólfur B. Kristjánsson.
Torfhildur Hólm fæddist 2. febrúar árið 1845 á Kálfafellsstað í Skaftafellssýslu. Hún var stórmerkileg kona sem fór ótroðnar slóðir og ruddi brautina fyrir þá sem á eftir komu, og ekki bara kynsystur sínar.
Úlfurinn er ein þekktasta saga Guy de Maupassant. Í sögunni koma fram öll helstu stílbrigði og hæfileikar höfundar.
Valý Þórsteinsdóttir les.
Gestur Pálsson og Einar Kvaran kynntust ungir í skóla og leiðir þeirra lágu sama með reglulegu millibili. Þeir stóðu saman að blaðinu Verðandi sem boðaði raunsæisstefnuna á Íslandi árið 1883 en síðar urðu þeir báðir ritstjórar í Kanada, hvor yfir sínu blaði.
Bókmenntaþættir Matthíasar Johannessen komu út á bók árið 1985 og eru víðtækt og forvitnilegt úrval af skrifum höfundar um íslenskar bókmenntir og skáldverk nokkurra kunnra höfunda.
Í þessum þætti fjallar Matthías um Gunnar Gunnarsson rithöfund.
Sigurður Arent Jónsson les.
Það hefur oft verið sagt um Guðmund Guðmundsson að hann hafi verið „lognsins skáld“, en það eru vægast mikil ósannindi, því fá skáld eru í raun tilfinningaþrungnari og háleitari en hann. Einnig virðist vera að hann hafi hreinlega ekki verið tekinn nægilega alvarlega sem skáld, einkum eftir að h
Hér er um að ræða æviágrip Jóhanns Jónssonar skálds og umfjöllun um minnismerki sem reist var um hann í Ólafsvík þar sem hann ólst upp.
Gunnar Már Hauksson les.
Um láð og lög inniheldur ferðapistla frá ýmsum tímum eftir dr. Bjarna Sæmundsson. Í formála bókarinnar skrifar Árni Friðriksson: ,,Að öllu athuguðu er bókin einhver besta heimild á mörgum sviðum og full af hinum margvíslegasta fróðleik.