Smásagan Töfrar hvíta mannsins eftir F. McDermott er óvenjuleg saga sem sýnir sjónarhorn indíána í baráttunni við hvíta manninn. Sagan býr yfir óræðum galdri og tekur fyrir fordóma á athyglisverðan hátt. Bogi Ólafsson þýddi.
Björn Björnsson les.
Fornaldarsögur Norðurlanda eru flokkur sagna og ævintýra frá fornum tíma á Norðurlöndum. Þær voru líklega allar skráðar á Íslandi á 13. og 14. öld. Þar koma við sögu ýmsar sögulegar persónur, svo sem Ragnar loðbrók, Sigurður Fáfnisbani og Göngu-Hrólfur.
Guðmundur Friðjónsson (1869-1944) fæddist á Sílalæk í Aðaldal. Um þrítugsaldur hóf hann búskap á Sandi í Aðaldal og bjó þar síðan til dauðadags. Hann var að mestu sjálfmenntaður, alþýðuskáld sem margir vilja meina að hafi verið með betri skáldum síns samtíma.
Hin sígilda skáldsaga Treasure Island eftir skoska rithöfundinn Robert Louis Stevenson kom fyrst út á bók árið 1883. Sagan hefur margoft verið kvikmynduð og sett upp á leiksviði.
Hér er á ferðinni spennandi ævintýrasaga um sjóræningja og falinn fjársjóð.
Ingólfur B. Kristjánsson les.
Í þjóðsagnasafni Jóns Árnasonar eru fjölmargar sögur af tröllum og teljast þar til goðfræðisagna. Þeirra á meðal eru þjóðsögur sem flestallir Íslendingar þekkja. Þar má nefna sögur af skessum eins og Gilitrutt, Jóru í Jórukleif og Grýlu, og söguna af því hvernig Drangey varð til.
Ingólfur B. Kristjánsson les.
Þetta er hin sígilda saga um drenginn Tuma sem er svo agnarlítill að hann er ekki hærri en þumalfingurinn á móður hans. Tumi er ákaflega forvitinn og lendir því í ótrúlegustu ævintýrum.
Ingólfur B. Kristjánsson les.
Rithöfundurinn Jens Peter Jacobsen (1847-1885) var einn helsti rithöfundur Dana í flokki módernista á 19. öld. Tveir heimar er áhrifamikil saga eftir þennan danska módernista.
Karl Ísfeld þýddi.
Björn Björnsson les.
Hér segir höfundur frá tveimur heimsþekktum landkönnuðum. Annar þeirra er hinn sænski Sven Anders Hedin, sem kannaði austurhálendi Mið-Asíu, en hinn er Englendingurinn Ernest Shackleton, sem rannsakaði Suðurheimskautið.
Lesari er Jón Sveinsson.
Saga um tvo listmálara sem keppast um að mála sem raunverulegastar myndir.
Lesari er Margrét Ingólfsdóttir.
Lesari er Margrét Ingólfsdóttir.