Guðmundur Friðjónsson (1869-1944) fæddist á Sílalæk í Aðaldal. Um þrítugsaldur hóf hann búskap á Sandi í Aðaldal og bjó þar síðan til dauðadags. Hann var að mestu sjálfmenntaður, alþýðuskáld sem margir vilja meina að hafi verið með betri skáldum síns samtíma.
Valý Þórsteinsdóttir les.
,,Meðal íslenskra fræðimanna um miðja 19. öld eru fáir einkennilegri en Magnús Grímsson prestur á Mosfelli,'' segir í upphafi æviágrips höfundar.
Útför séra Sigurðar er gamansaga eftir Jónas Jónasson frá Hrafnagili.
Kristján Róbert Kristjánsson les.
Smásagan Vakað yfir líki Schopenhauers eftir franska rithöfundinn Guy de Maupassant birtist fyrst í íslenskri þýðingu í safninu Sögur frá ýmsum löndum. Magnús Ásgeirsson þýddi.
Björn Björnsson les.
Fyrsta skáldsaga Gyrðis Eíassonar, Gangandi íkorni, kom út árið 1987. Síðan þá hafa jöfnum höndum komið út eftir hann sögur og ljóð. Gyrðir er sérstaklega vandvirkur stílisti og hefur meðal annars hlotið verðlaun úr sjóði Þórbergs Þórðarsonar.
Sagan gerist í Moskvu á tímum Péturs mikla keisara og segir frá byssusmiðnum Rúrík Nevel.
Við bjóðum hér upp á hina frábæru skáldsögu Valeyrarvalsinn eftir Guðmund Andra Thorsson. Þessi hrífandi og ljóðræna saga er gott sýnishorn af verkum höfundar og nýtur sín vel hér í afbragðsgóðum flutningi Hjalta Rögnvaldssonar.
Arnór jarlaskáld fékk auknefni sitt af því að yrkja um þá Þorfinn Sigurðarson og Rögnvald Brúsason sem voru jarlar í Orkneyjum.
Lesari er Ingólfur B. Kristjánsson.
Bjarni þótti á sínum tíma í hópi merkustu skálda landsins, en hann var af hinu kunna skáldakyni að austan. Var Einar skáld í Heydölum afi hans. Einar fæddist árið 1621. Foreldrar hans voru séra Gizur Gíslason að Þingmúla og kona hans Guðrún Einarsdóttir prests í Heydölum, Sigurðssonar.
Bjarni Thorarensen braut blað í sögu bókmennta Íslendinga. Hann var fyrsti skáldfulltrúi rómantísku stefnunnar hér á landi og brá ljósi á þann veg fyrir menn eins og Jónas Hallgrímsson, Grím Thomsen, Steingrím Thorsteinsson og fleiri. Þá lagði hann grunninn að hinum hástemmdu ættjarðarkvæðum se
Hjálmar byrjaði ungur að setja saman vísur og hélt þeirri iðju sinni ódeigur fram að því síðasta. Honum veittist létt að yrkja og liggur eftir hann mikið af lausavísum og ljóðum.
Lesari er Ingólfur B. Kristjánsson.