Skáldsagan Um saltan sjá heitir á frummálinu Over salten sø. Bjarni Jónsson þýddi.
Guðmundur Ingi Kristjánsson les.
Bókmenntaþættir Matthíasar Johannessen komu út á bók árið 1985 og eru víðtækt og forvitnilegt úrval af skrifum höfundar um íslenskar bókmenntir og skáldverk nokkurra kunnra höfunda.
Guðmundur Friðjónsson (1869-1944) fæddist á Sílalæk í Aðaldal. Um þrítugsaldur hóf hann búskap á Sandi í Aðaldal og bjó þar síðan til dauðadags. Hann var að mestu sjálfmenntaður, alþýðuskáld sem margir vilja meina að hafi verið með betri skáldum síns samtíma.
Undir oki siðmenningar er ein kunnasta bók Sigmunds Freud,
hér í þýðingu Sigurjóns Björnssonar. Bókin þótti á sínum tíma tímamótaverk og gefur góða innsýn í þankagang þessa meistara sálfræðinnar.
Lesari er Ingólfur B. Kristjánsson.
Sagan Undursamleg hjálp í lífsháska kom áður út í safninu Sögur Ísafoldar. Hér segir frá skoska stýrimanninum Robert Bruce og lífshættulegum aðstæðum sem hann lenti í á siglingu árið 1828.
Ingólfur B. Kristjánsson les.
Þegar Einar Kvaran var við nám í Kaupmannahöfn umgekkst hann mest vini sína úr Lærða skólanum og þá sem deildu með honum áhuga á bókmenntum. Má þar nefna Hannes Hafstein, Bertel E. Ó. Þorleifsson og Gest Pálsson. Allir höfðu þeir mikinn áhuga á bókmenntum og raunsæisstefnunni.
Í greininni Upp skalt á Kjöl klífa fjallar Matthías Johannessen almennt um íslenska menningu og tungu.
Ingólfur B. Kristjánsson les.
Skáldsagan Upp við fossa eftir bóndann Þorgils gjallanda, eða Jón Stefánsson eins og hann hét með réttu, kom fyrst út árið 1902. Vakti hún gríðarlega athygli og urðu margir til að hneykslast á henni.
Uppreistin á Brekku er smásaga eftir Gest Pálsson.
Björn Björnsson les.
Ingólfur B. Kristjánsson les.
Finnur Jónsson var fæddur 1842 og ólst upp í Laugardal í Árnessýslu. Sex ára missti Finnur föður sinn séra Jón Torfason og ólst hann því upp við lítil efni. Ungur maður flutti Finnur norður í Hrútafjörð og bjó lengst af á Kjörseyri.
Lesari er Ingólfur B. Kristjánsson.