Sagan Borgir eftir Jón Trausta segir frá séra Gísla Jónssyni, nýráðnum aðstoðarpresti í Grundarfirði. Honum lyndir ekki við yfirmann sinn, en er þó trúlofaður dóttur hans, og nú eru farnar að renna á hann tvær grímur um stöðu mála.
Smásagan Börn og gamalmenni kom fyrst út árið 1917.
Ivan Cankar (1876-1918) er af mörgum talinn fremsti rithöfundur Slóvena.
Björn Björnsson les.
Fornaldarsögur Norðurlanda eru flokkur sagna og ævintýra frá fornum tíma á Norðurlöndum. Þær voru líklega allar skráðar á Íslandi á 13. og 14. öld. Þar koma við sögu ýmsar sögulegar persónur, svo sem Ragnar loðbrók, Sigurður Fáfnisbani og Göngu-Hrólfur.
Sagan Brasilíufararnir naut geysilegra vinsælda er hún kom út.
Hér birtist úrval bréfa til Stephans G. Stephanssonar, eftir átta bréfritara: Helgu Jónsdóttur, eiginkonu skáldsins; Eggert Jóhannson; Jóhann Magnús Bjarnason; Hjört Leó; Skafta B. Brynjólfsson; Friðrik J. Bergmann; Guðmund Friðjónsson á Sandi og Þorstein Erlingsson.
Ingólfur B. Kristjánsson les.
Brellni drengurinn er smásaga eftir danska snillinginn H. C. Andersen. Hér segir frá hnokkanum Amor sem getur valdið usla í lífi fólks.
Ingibjörg Sól Ingólfsdóttir les.
Brennu-Njáls saga þarfnast engrar kynningar við. Flestir Íslendingar vita af henni og hvaða sess hún hefur í bókmenntum vorum.
Þorgils gjallandi hét réttu nafni Jón Stefánsson. Smásöguna Brest skrifaði hann u.þ.b. 1890. Hér fjallar höfundur um breyskleika mannfólksins og leggur til atlögu við tvískinnung í siðferðisdómum.
Jón Sveinsson les.
Brot úr ævisögu er smásaga eftir Jónas Jónasson frá Hrafnagili.
Kristján Róbert Kristjánsson les.
Brúðargjöfin eftir Guðrúnu Lárusdóttur (1880-1938) kom fyrst út árið 1923.
Guðrún Birna Jakobsdóttir les.
Bryddir skór er skemmtileg jólasaga eftir ritsnillinginn Jón Trausta, sem eins og flestar sögur hans gerist í sveit við lok 19. aldar. Er þetta rómantísk saga sem allir aldurshópar geta haft gaman af að hlusta á.
Ingólfur B. Kristjánsson les.