Beinagrind staðarvinnumanns er draugasaga úr þjóðsagnasafni Jóns Árnasonar.
Hér segir frá vinnumanni sem gengur aftur og leitar aðstoðar hugrakkrar vinnukonu til að geta fengið að hvíla í friði.
Sigurður Arent Jónsson les.
Valý Þórsteinsdóttir les.
Vart þarf að kynna Mussolini fyrir fólki, en þó er alltaf saga ósögð á bak við hvern mann. Benito Mussolini var í aðalhlutverki í einum mesta hildarleik sem mannkynið hefur þurft að ganga í gegnum, síðari heimsstyrjöldinni.
Ólöf frá Hlöðum var ein af fáum kvenskáldum sem gátu sér orðs á 19. öld. Ljóðakver kom fyrst út eftir hana árið 1888 og var það með fyrri ljóðabókum sem út komu eftir konu á Íslandi.
Þorgils gjallandi hét réttu nafni Jón Stefánsson. Smásöguna Bernskuminning skrifaði hann 1906.
Jón Sveinsson les.
Bertie's Christmas Eve er skemmtileg jólasaga eftir Saki.
Breski rithöfundurinn Saki (1870-1916) hét réttu nafni Hector Hugh Munro. Hann er hvað þekktastur fyrir hnyttnar sögur þar sem hann hæðist að bresku samfélagi og menningu við upphaf tuttugustu aldarinnar.
Áhugaverð grein sem segir frá tengslum þessara tveggja rithöfunda, Bertram Fletcher Robinson og Arthur Conan Doyle, og vangaveltum um uppruna sögunnar Baskerville hundurinn.
Ingólfur Kristjánsson les.
Betlarinn er smásaga sem kemur á óvart eftir Elínborgu Lárusdóttur.
Ólöf Rún Skúladóttir les.
Bevers saga ,,fjallar um enskan jarlsson, sem er seldur kaupmönnum og fellur í hendur Múhameðstrúarmönnum, eftir að faðir hans hefur verið myrtur, ástir hans og Jósúenu, egypskrar konungsdóttur, og baráttu hans fyrir að ná aftur ríki föður síns á Englandi," eins og fram kemur í formála s
Ingólfur B. Kristjánsson les.
Þessi frábæra grein er úr bókinni Um Jónas, en hér fjallar Matthías um þá Bjarna Thorarensen og Jónas Hallgrímsson.
Valý Þórsteinsdóttir les.
Bjartur kóngsson og Blíður kóngsson er skemmtileg saga um bræður sem eru mjög ólíkir.
Sigurður Arent Jónsson les.