Í fjögur ár hefur Tómas búið á Íslandi og nú er hann orðinn tólf ára, talar íslensku reiprennandi og nýtur lífsins. Lífsbaráttan er líka að sumu leyti miklu auðveldari hér en heima í Póllandi. Í upphafi býr Tómas í Hafnarfirði og saknar þess að lenda í raunverulegum ævintýrum.
Í dag skein sól er síðari viðtalsbókin af tveimur þar sem Matthías Johannessen ræðir við Pál Ísólfsson. Sú fyrri nefnist Hundaþúfan og hafið.
Í dótturleit er smásaga eftir norska rithöfundinn Olav Duun (1876-1939). Freysteinn Gunnarsson þýddi.
Björn Björnsson les.
Í eyðimörkinni er smásaga eftir danska Nóbelsverðlaunahafann Johannes V. Jensen.
Björn Björnsson les.
Í kastala hersisins eftir E.M. Vacano er áhugaverð smásaga frá Kákasusfjöllum.
Jón Sveinsson les.
Þessi frábæra viðtalsbók Matthíasar Johannessen við Þórberg Þórðarson er engri lík og að margra sögn besta viðtalsbók sem gefin hefur verið út á Íslandi. Hér gefst mönnum tækifæri til þess að kynnast skáldinu Þórbergi eins og hann var.
Í Lánssýslu og Skuldahéraði er smásaga eftir norska rithöfundinn, ljóðskáldið og leikskáldið Jonas Lie (1833-1908).
Hér segir frá bæ nokkrum sem hefur auðgast mjög á fiskveiðum. En hvað taka íbúarnir til bragðs þegar fiskurinn hverfur?
Sigurður Gunnarsson þýddi.
Þorgils gjallandi hét réttu nafni Jón Stefánsson. Söguna Í minni hluta skrifaði hann árið 1898.
Jón Sveinsson les.
Í Rauðárdalnum er mikilfengleg skáldsaga eftir Vestur-Íslendinginn Jóhann Magnús Bjarnason, sama höfund og samdi Brasilíufarana og Eirík Hansson. Hér segir frá íslensku fólki sem nemur land Í Kanada og ævintýrum þess þar. Er sagan bæði skemmtileg og spennandi, en um lei
Í Rauðárdalnum er mikilfengleg skáldsaga eftir Vestur-Íslendinginn Jóhann Magnús Bjarnason, sama höfund og samdi Brasilíufarana og Eirík Hansson. Hér segir frá íslensku fólki sem nemur land Í Kanada og ævintýrum þess þar. Er sagan bæði skemmtileg og spennandi, en um lei
Í Rauðárdalnum er mikilfengleg skáldsaga eftir Vestur-Íslendinginn Jóhann Magnús Bjarnason, sama höfund og samdi Brasilíufarana og Eirík Hansson. Hér segir frá íslensku fólki sem nemur land Í Kanada og ævintýrum þess þar. Er sagan bæði skemmtileg og spennandi, en um lei
Í sárum er skáldsaga eftir pólska Nóbelsverðlaunahafann Henryk Sienkiewicz (1846-1916). Hér segir frá Jósep Schwarz sem kemur til borgarinnar Kiev til að hefja háskólanám og kemst þar í kynni við hóp ungra manna og dularfulla ekkju.
Kristján Róbert Kristjánsson les.
Í skugga óvissunnar er spennandi saga um ástir, svik, auðæfi og örlög eftir Fay Nichols.
Lesari er Valý Ágústa Þórsteinsdóttir.
Fornaldarsögur Norðurlanda eru flokkur sagna og ævintýra frá fornum tíma á Norðurlöndum. Þær voru líklega allar skráðar á Íslandi á 13. og 14. öld. Þar koma við sögu ýmsar sögulegar persónur, svo sem Ragnar loðbrók, Sigurður Fáfnisbani og Göngu-Hrólfur.
Smásagan Írafells-Móri kom út árið 1906 í safni smásagna sem Benedikt Gröndal hafði þýtt lauslega. Stíllinn er skemmtilegur og fjörugur.
Sigurður Arent Jónsson les.
Íslandssaga Halldórs Briem kom út árið 1903 og þó hún sé komin til ára sinna stendur hún fyllilega fyrir sínu og gefur okkur góða mynd af atburðum í tímaröð.
Lesari er Ingólfur B. Kristjánsson.
Lesari er Ingólfur B. Kristjánsson.
Þessi Íslendinga saga Boga Th. Melsteð sem hann kallaði Þroskatíð kristninnar tekur fyrir tímann frá 1030-1200. Stendur hún enn upp úr sem eitt besta rit sem ritað hefur verið um þennan tíma að öðrum ólöstuðum.
Ingólfur B. Kristjánsson les.
Í þessari áhugaverðu grein segir rithöfundurinn Jón Trausti (Guðmundur Magnússon) frá hinum sögufræga stað Skálholti.
Jón Sveinsson les.
Íslenskir þjóðhættir eftir Jónas frá Hrafnagili er merkilegt rit þar sem höfundur segir á lifandi og áhugaverðan hátt frá lifnaðarháttum Íslendinga fyrr á tímum.
Lesari er Guðrún Birna Jakobsdóttir.
Ítak æskudraums er smásaga eftir Guðmund Friðjónsson.
Ívar hlújárn er hin sígilda saga eftir skoska sagnaskáldið og frumkvöðul sögulegra skáldsagna, Walter Scott. Sagan hefur yljað lesendum á öllum aldri síðan hún kom fyrst út árið 1820.
Skáldsagan Jakob ærlegur (Jacob Faithful) eftir Frederick Marryat kom fyrst út árið 1834. Hér segir frá munaðarlausum dreng sem elst upp við ána Thames og vinnur fyrir sér sem ferjumaður.
Jane Eyre eftir Charlotte Brontë er ein þekktasta og vinsælasta skáldsaga enskra bókmennta. Hún kom fyrst út árið 1847.
Elizabeth Klett les á ensku.
Japetus Steenstrup var danskur náttúrufræðingur sem ferðaðist um Ísland árið 1839.
Margrét Ingólfsdóttir les.
Jarðarförin er smásaga eftir Sigurð Róbertsson. Sigvalda bónda í Brekku berst fregn sem vekur upp minningar frá fyrri tíð. Honum verður hugsað til stúlku sem hann þekkti forðum og ákvörðunar sem átti eftir að breyta lífi hans.
Kristján Róbert Kristjánsson les.
Játvarður hinn góði eða Játvarður hinn helgi Englandskonungur ríkti frá 1042-1066 og var síðasti enski konungurinn af saxnesku bergi brotinn ef frá er talinn Haraldur Guðinason sem tók við af honum og var við völd einungis í nokkra mánuði.
Jedók er gamansaga eftir Jónas Jónasson frá Hrafnagili.
Kristján Róbert Kristjánsson les.