Skáldsagan Sögur Rannveigar eftir Einar Hjörleifsson Kvaran kom út í tveimur hlutum árin 1919 og 1922. Einar var mikill spíritisti og gætir þeirra áhrifa í Sögum Rannveigar.
Kristján Róbert Kristjánsson les.
Skáldsagan Sögur Rannveigar eftir Einar Hjörleifsson Kvaran kom út í tveimur hlutum árin 1919 og 1922. Einar var mikill spíritisti og gætir þeirra áhrifa í Sögum Rannveigar.
Kristján Róbert Kristjánsson les.
Sagan Sól á heimsenda eftir Matthías Johannessen kom út hjá Almenna bókafélaginu árið 1987. Vakti hún töluverða athygli á þeim tíma enda höfundurinn betur þekktur sem ljóðskáld en skáldsagnahöfundur.
Sagan Söngva-Borga er ein af þremur sögulegu skáldsögum Jóns Trausta (Guðmundar Magnússonar) þar sem hann sækir efniviðinn í sömu íslensku ættina. Hinar sögurnar eru Veislan á Grund og Hækkandi stjarna. Sögurnar eru þó allar sjálfstæðar og gerast á mismunandi tímum.
Sagan Sýður á keipum eftir Jón Trausta, eða Guðmund Magnússon eins og hann hét með réttu, gerist á verstöðinni við Dritvík á Snæfellsnesi og gefur okkur skemmtilega innsýn í lífið á slíkum stöðum, en það var löngum einn helsti styrkur höfundar að draga upp myndir af lokuðum heimum, lokuð
Skáldsagan Upp við fossa eftir bóndann Þorgils gjallanda, eða Jón Stefánsson eins og hann hét með réttu, kom fyrst út árið 1902. Vakti hún gríðarlega athygli og urðu margir til að hneykslast á henni.
Við bjóðum hér upp á hina frábæru skáldsögu Valeyrarvalsinn eftir Guðmund Andra Thorsson. Þessi hrífandi og ljóðræna saga er gott sýnishorn af verkum höfundar og nýtur sín vel hér í afbragðsgóðum flutningi Hjalta Rögnvaldssonar.
Í þessari áhugaverðu og einlægu frásögn meistara orðsins segir frá hugleiðingum rithöfundar og fyrrum blaðamanns sem sestur er í helgan stein. Eins og Matthías lýsir þessu sjálfur: „Hann fer að velta því fyrir sér að lifa nú ekki sjálfan sig, heldur upplifa sjálfan sig.
Skáldsagan Vegur allra vega eftir Sigurð Róbertsson kom fyrst út árið 1949.
Kristján Róbert Kristjánsson les.
Veislan á Grund eftir Jón Trausta kom fyrst út árið 1915 og var í huga höfundar hluti þríleiks, en hver saga þess þríleiks sjálfstæð og óháð hinum. Í Veislunni á Grund er fjallað um atburði sem áttu sér raunverulega stað árið 1362.
Vistaskipti er ein af hinum sígildu íslensku sveitasögum í anda raunsæis, þar sem áherslan er fyrst og fremst á lítilmagnanum og illum aðbúnaði hans.