Gekk ég yfir sjó og land eftir Kristján Róbertsson er saga íslenskra mormóna sem fluttust til Vesturheims í kjölfar trúboðs á síðari hluta 19. aldar og fram yfir aldamót.
Lesari er Ingólfur B. Kristjánsson.
Grímseyjarlýsing er ómetanleg heimild um Grímsey og endurspeglar um margt almenn viðhorf og líf fólks á Íslandi um miðja nítjándu öld. Höfundurinn, séra Jón Norðmann, var prestur í Grímsey á árunum 1846-1849.
Lesari er Ingólfur B. Kristjánsson.
Lesari er Smári Johnsen.
Bókmenntaþættir Matthíasar Johannessen komu út á bók árið 1985 og eru víðtækt og forvitnilegt úrval af skrifum höfundar um íslenskar bókmenntir og skáldverk nokkurra kunnra höfunda.
Í þessum þætti fjallar Matthías um leikritið Gullna hliðið eftir þjóðskáldið Davíð Stefánsson.
Lesari er Ingólfur B. Kristjánsson.
Frábær sagnfræði þar sem höfundur færir okkur Íslandssöguna á mannamáli þannig að hún verður ljóslifandi í hugum hlustenda.
Jón Sveinsson les.
Einn af þeim konungum sem settu svip sinn á sögu Norðurlanda á þeim tíma er Ísland var að byggjast var Haraldur Gormsson Danakonungur, oft nefndur Haraldur blátönn. Hann ríkti frá u.þ.b. 950-985. Eftir því sem sagan segir færði hann út lendur Dana og kristnaði landið.
Haraldur Guðinason ríkti aðeins í nokkra mánuði yfir Englandi, en hann tapaði landinu í hendur Vilhjálmi sigursæla árið 1066.
Lesari er Margrét Ingólfsdóttir.
Lesari er Margrét Ingólfsdóttir.
Heimurinn, eðli hans og uppbygging, hefur löngum valdið mönnum heilabrotum.
Hjálpaðu þér sjálfur eftir Ólaf Ólafsson frá Guttormshaga, sem hann byggði á bókinni Self-Help eftir höfundinn Samuel Smiles, kom út á Íslandi árið 1892 og varð mjög vinsæl.
Hér er um að ræða bréf hins raunverulega Jóns Hreggviðssonar til Árna Magnússonar, dagsett 31. júlí 1708, og varðveitt á Landsbókasafninu undir nafninu Hreggviðsþula.
Gunnar Már Hauksson les.
Íslandssaga Halldórs Briem kom út árið 1903 og þó hún sé komin til ára sinna stendur hún fyllilega fyrir sínu og gefur okkur góða mynd af atburðum í tímaröð.
Lesari er Ingólfur B. Kristjánsson.
Lesari er Ingólfur B. Kristjánsson.