Þessi Íslendinga saga Boga Th. Melsteð sem hann kallaði Þroskatíð kristninnar tekur fyrir tímann frá 1030-1200. Stendur hún enn upp úr sem eitt besta rit sem ritað hefur verið um þennan tíma að öðrum ólöstuðum.
Íslenskir þjóðhættir eftir Jónas frá Hrafnagili er merkilegt rit þar sem höfundur segir á lifandi og áhugaverðan hátt frá lifnaðarháttum Íslendinga fyrr á tímum.
Lesari er Guðrún Birna Jakobsdóttir.
Japetus Steenstrup var danskur náttúrufræðingur sem ferðaðist um Ísland árið 1839.
Margrét Ingólfsdóttir les.
Játvarður hinn góði eða Játvarður hinn helgi Englandskonungur ríkti frá 1042-1066 og var síðasti enski konungurinn af saxnesku bergi brotinn ef frá er talinn Haraldur Guðinason sem tók við af honum og var við völd einungis í nokkra mánuði.
Lesari er Páll Guðbrandsson.
Árið 1106 var stofnaður biskupsstóll á Hólum og fyrstur manna til að gegna embætti biskups þar var Jón Ögmundsson.
Lesari er Valý Þórsteinsdóttir.
Lesari er Ingólfur B. Kristjánsson.
Júlíus Sesar var fyrsti keisari hins mikla og víðfeðma Rómaveldis og er titillinn keisari dreginn af eftirnafni hans.
Lesari er Ingólfur B. Kristjánsson.
Leiðin til skáldskapar eftir Sigurjón Björnsson kom fyrst út í ritröðinni Smábækur Menningarsjóðs árið 1964. Var hún 15 bókin í þeirri ritröð. Undirtitill bókarinnar er: Hugleiðingar um upptök og þróun skáldhneigðar Gunnars Gunnarssonar.
Einar Kvaran var mikill spíritisti og skrifaði mikið um slík málefni.
Lýsing Íslands eftir Þorvald Thoroddsen þótti tímamótaverk þegar það kom fyrst út árið 1881. Er hér um sígilt öndvegisrit að ræða sem býr yfir miklum og gagnlegum fróðleik sem margur á enn við í dag. Verkið tók Þorvald margra ára rannsóknir, oft við erfiðar aðstæður.
Lesari er Ingólfur B. Kristjánsson.
Fáir þekkja Njáls sögu betur en Matthías Johannessen. Hér hefur hann tekið saman á einstaklega skemmtilegan og athyglisverðan hátt flest það sem skrifað og ort hefur verið um þá merku sögu í gegnum tíðina.
Bókmenntaþættir Matthíasar Johannessen komu út á bók árið 1985 og eru víðtækt og forvitnilegt úrval af skrifum höfundar um íslenskar bókmenntir og skáldverk nokkurra kunnra höfunda.
Í þessum þætti fjallar Matthías um Grím Thomsen skáld.
Sigurður Arent Jónsson les.
Einn af eftirminnilegustu biskupum Íslands var Oddur Einarsson. Hann hafði mikil áhrif á mannlíf og stjórnarfar á Íslandi meðan hann var uppi.
Lesari er Páll Guðbrandsson.