Augasteinninn gamla mannsins er forvitnileg sakamálasaga eftir ókunnan höfund.
Lesari er Aldís Baldvinsdóttir.
Augun hans afa er skemmtileg barnasaga. Hér segir frá ungum munaðarlausum dreng sem gerist geitahirðir hjá gömlum manni.
Sigurður Arent Jónsson les.
Austurför Kýrosar er frásögn af því þegar Kýros hinn yngri gerði tilraun til að hrifsa til sín völd bróður síns, Artaxerxesar annars, yfir Persaríki.
Að heiman er frásögn Jóhanns Jónssonar frá æskuárunum. Hann lýsir baráttu mannsins við náttúruöflin frá sjónarhorni ungs drengs.
Lesari er Gunnar Már Hauksson.
Að kvöldi dags er safn minningarþátta Erlendar Jónssonar skálds og kennara. Erlendur segir hér frá veru sinni sem ungur maður í Húnavatnssýslu, námi sínu við Menntaskólann á Akureyri og störfum sínum í Reykjavík.
Aðalsteinn: saga æskumanns var önnur íslenska nútímaskáldsagan á eftir Pilti og stúlku Jóns Thoroddsen og vakti þónokkra athygli þegar hún kom út. Sagan endurspeglar vel samtíð sína og er gott innlegg í bókmenntaumræðu 19. aldar.
Guðrún Birna Jakobsdóttir les.
Ingólfur B. Kristjánsson les.
Hinir vitgrönnu bræður frá Bakka - þeir Gísli, Eiríkur og Helgi - gera hver heimskupörin á fætur öðrum.
Sigurður Arent Jónsson les.
Bandamanna saga er varðveitt í tveimur gerðum: annars vegar styttri útgáfa í handriti frá 15. öld og hins vegar lengri gerð í Möðruvallabók. Sú síðarnefnda er hér lesin.
Sagan Barnaby Rudge: A Tale of the Riots of Eighty eftir Charles Dickens er söguleg skáldsaga sem birtist fyrst á prenti árið 1841.
Mil Nicholson les á ensku.
Bastskórnir er smásaga eftir Ivan Bunin í þýðingu Jóns Sigurðssonar frá Kaldaðarnesi. Hún birtist fyrst í íslenskri þýðingu í bókinni Sögur frá ýmsum löndum.
Ivan Bunin (1870-1953) var fyrstur rússneskra rithöfunda til að hljóta bókmenntaverðlaun Nóbels.
Sagan gerist í Egyptalandi þegar Psammeticus II réði þar ríkjum. Hann vildi fullvissa sig um að Egyptar hefðu verið fyrsta fólkið á jörðinni og fann upp á nýstárlegri aðferð til þess.