Þetta er stutt saga þar sem konungurinn Alkamar hinn örláti og hirðfíflið ræða um dýrmæta gjöf.
Margrét Ingólfsdóttir les.
Þetta er skemmtilegt ævintýri þar sem segir frá landi sem á sér engin landamæri og er í raun ekki til. Íbúar þess heita Allir og Enginn.
Ingólfur B. Kristjánsson les.
Smásagan Alltaf að tapa? eftir Einar H. Kvaran kom fyrst út í smásagnasafninu Sveitasögur, gamlar og nýjar árið 1923.
Kristján Róbert Kristjánsson les.
Alþingi Íslendinga kom saman í fyrsta skipti á Þingvöllum árið 930. Þúsund árum síðar kom íslenska þjóðin saman á sama stað til að halda upp á 1000 ára afmæli alþingis. Jóhann Jónsson skáld segir hér frá sögu alþingis Íslendinga af þessu tilefni.
Anderson er saga í sjö köflum, nokkurs konar noveletta. Hún var fyrst gefin út árið 1913 í smásagnasafninu Frá ýmsum hliðum og vakti þá töluverða athygli. Fékk hún þann dóm frá einum gagnrýnanda að á henni sé ,,einkennilega mikið kast'', hvað sem það þýðir.
Í þessari áhugaverðu grein segir Jón Trausti frá hinum heimsfræga auðmanni og mannvini Andrew Carnegie.
Lesari er Jón Sveinsson.
Saga frá tímum Rómaveldis.
Lesari er Margrét Ingólfsdóttir.
Sagan Anna frá Stóruborg eftir Jón Trausta, eða Guðmund Magnússon eins og hann hét réttu nafni, er söguleg skáldsaga og byggir eins og fleiri sögur Jóns Trausta á traustum heimildum í bland við munnmælasögur. Var hún hluti af sagnaflokki Jóns sem hann kallaði Góðir stofnar.
Fornaldarsögur Norðurlanda eru flokkur sagna og ævintýra frá fornum tíma á Norðurlöndum. Þær voru líklega allar skráðar á Íslandi á 13. og 14. öld. Þar koma við sögu ýmsar sögulegar persónur, svo sem Ragnar loðbrók, Sigurður Fáfnisbani og Göngu-Hrólfur.
Áhugaverð saga um virðulegan lögfræðing sem hefur verið undir miklu álagi en verður þá allt í einu fyrir því að hann missir minnið og vitneskjuna um hver hann er. Til að ráða fram úr því ákveður hann að taka sér nafn úr auglýsingu. Og síðan leiðir eitt af öðru.
Fáir íslenskir höfundar hafa haft jafnmikið vald á smásagnaforminu og Indriði G. Þorsteinsson. Aprílsnjór er ein af hans áhugaverðustu sögum og þar koma fram hans bestu eiginleikar sem höfundar.
Guðmundur Ingi Kristjánsson les.
Arfurinn: spennusaga um kjarkleysi og breyskleika eftir Borgar Jónsteinsson er fyrsta skáldsaga höfundar og kom fyrst út á bók árið 2014.