Émile Gaboriau (1832-1873) var franskur rithöfundur og blaðamaður. Sérstaklega þótti honum takast vel upp í smásögum sínum.
Hér segir frá því hvers vegna hæð nokkur á Lágheiði í Ólafsfirði nefnist Dýrhóll, en sagan er úr safni Jóns Árnasonar.
Ingibjörg Sól Ingólfsdóttir les.
Dægradvöl er sjálfsævisaga Benedikts Gröndal og er af mörgum talin með betri slíkum sögum sem skrifaðar hafa verið á Íslandi.
Dæmisaga er smásaga eftir Guðmund Friðjónsson.
Þorgils gjallandi hét réttu nafni Jón Stefánsson. Smásöguna Ef guð lofar skrifaði hann árið 1909. Hér segir frá ástum og örlögum verslunarstjórans unga, Péturs Svendsen.
Jón Sveinsson les.
Bréf frá Júlíu er áhugaverð bók sem sótt er nokkuð langt að, eða alla leið til andaheima. Byggir hún á ósjálfráðri skrift miðilsins Stead og er það stúlka að nafni Júlía sem skrifar í gegnum hann.
Sagan Eftir glæpinn eftir Constant Guéroult er áhugaverð saga frá 19. öld sem birtist fyrst á íslensku í Fjallkonunni. Sagan segir frá flótta manns sem hefur framið morð frá laganna vörðum.
Sagan er fengin úr sagnasafninu Fornaldarsögur Norðurlanda. Hér segir frá tveimur köppum, Agli og Ásmundi, sem leggja í leiðangur til að bjarga dætrum konungs, sem rænt var af skelfilegum óvættum. Sagan er hér endurskrifuð í nokkuð einfaldaðri útgáfu.
Fornaldarsögur Norðurlanda eru flokkur sagna og ævintýra frá fornum tíma á Norðurlöndum. Þær voru líklega allar skráðar á Íslandi á 13. og 14. öld. Þar koma við sögu ýmsar sögulegar persónur, svo sem Ragnar loðbrók, Sigurður Fáfnisbani og Göngu-Hrólfur.
Egils saga Skallagrímssonar er og verður okkur Íslendingum ávallt hugleikin, enda ein af stórbrotnustu Íslendingasögunum og talin skrifuð af sjálfum Snorra Sturlusyni.
Þorgils gjallandi hét réttu nafni Jón stefánsson. Smásöguna Einar Andrésson skrifaði hann árið 1895.
Jón Sveinsson les.
Guðmundur Friðjónsson (1869-1944) fæddist á Sílalæk í Aðaldal. Um þrítugsaldur hóf hann búskap á Sandi í Aðaldal og bjó þar síðan til dauðadags. Hann var að mestu sjálfmenntaður, alþýðuskáld sem margir vilja meina að hafi verið með betri skáldum síns samtíma.