H.C. Andersen er heimsþekktur fyrir ævintýri sín og Eldfærin er eitt af þeim allra bestu. Hér segir frá dáta nokkrum sem kemst yfir sérkennileg eldfæri og með þeim getur hann kallað sér til aðstoðar þrjá stóreygða hunda sem hafa ráð undir rifi hverju.
Lesari er Dóra G. Wild.
Eldraunin er spennandi saga um ástir og örlög. Sagan heitir á frummálinu Singleheart and Doubleface: A Matter-of-Fact Romance. Hún kom út í íslenskri þýðingu árið 1911.
Eldritið er greinargóð og spennandi lýsing eldklerksins Jóns Steingrímssonar á Skaftáreldunum sem hófust árið 1783. Sagt er frá miklum áhrifum eldanna á bæði gróður, menn og málleysingja.
Elskendur er smásaga eftir írska rithöfundinn Liam O'Flaherty (1896-1984). Bogi Ólafsson þýddi.
Björn Björnsson les.
Sagan Emma eftir Jane Austen er á meðal þekktustu bókmennta enskrar tungu og kom fyrst út árið 1815.
Sherlock Holmes þarf vart að kynna fyrir hlustendum.
Hér er safn smásagna um þennan þekktasta spæjara bókmenntanna og Watson félaga hans, eftir skoska rithöfundinn og lækninn Arthur Conan Doyle (1859-1930).
Enginn ræður för: reisubók úr neðra er bráðskemmtileg og heillandi frásögn Runólfs Ágústssonar af ferðalagi hans yfir endilanga Ástralíu.
Sagan Englarnir hennar Dagnýjar gömlu hlaut fyrstu verðlaun í jólasögusamkeppni á vegum Skólavefsins og Hvellur.com árið 2007.
Margrét Ingófsdóttir les.
Enn um Þórberg er sjálfstætt framhald hinnar frábæru viðtalsbókar Matthíasar Johannessen við Þórberg Þórðarson, Í kompaníi við allífið.
Aðalsteinn Júlíus Magnússon les.
Grein eftir Stephan G. Stephansson.
Lesari er Ingólfur B. Kristjánsson.
Erfiði og sársauki er stutt frásögn eftir Ernest Legouvé (1807-1903) en hann var leikskáld, rithöfundur, kennari og frumkvöðull í jafnréttismálum í Frakklandi.
Jón Sveinsson les.
Erlendur Jónsson starfaði lengst af sem kennari og var í mörg ár einn helsti bókmenntagagnrýnandi Morgunblaðsins. Fyrsta ljóðabók hans, Skuggar á torgi, kom út árið 1967, en nú telja ljóðabækur hans um einn tug.