Eins og maðurinn sáir er smásaga eftir Guðmund Friðjónsson á Sandi.
Valý Þórsteinsdóttir les.
Eintal á alneti er safn fróðlegra bókmenntaþátta sem Matthías Johannessen skrifar af sinni einstöku snilld og hugviti þannig að allir geta haft gaman af.
Guðmundur Ingi Kristjánsson les.
Þó sagan Einu sinni sé ekki með þekktari sögum Lawrence, hafa margir talið hana með hans betri sögum. Hér er á ferðinni útgáfa sem birtist í tímaritinu Úrvali, en þýðandi er ókunnur.
Eiríks saga rauða segir frá landnámi norrænna manna á Grænlandi og landafundum í Vesturheimi. Er hún sennilega skráð snemma á 13. öld og eins og með flestar aðrar Íslendingasögur er höfundur hennar ókunnur. Hún hefur varðveist í handritunum Hauksbók og Skálholtsbók.
Eiríks saga víðförla er saga úr safninu Fornaldarsögur Norðurlanda. Ragnar Ingi Aðalsteinsson bjó til prentunar.
Sigurður Arent Jónsson les.
Fornaldarsögur Norðurlanda eru flokkur sagna og ævintýra frá fornum tíma á Norðurlöndum. Þær voru líklega allar skráðar á Íslandi á 13. og 14. öld. Þar koma við sögu ýmsar sögulegar persónur, svo sem Ragnar loðbrók, Sigurður Fáfnisbani og Göngu-Hrólfur.
Jóhann skrifaði söguna Eirík Hansson á árunum 1893-1897. Fyrsti hluti hennar var svo gefinn út af Oddi Björnssyni árið 1899. Hlaut sagan fádæma viðtökur bæði í Vesturheimi og á Íslandi.
Jóhann skrifaði söguna Eirík Hansson á árunum 1893-1897. Fyrsti hluti hennar var svo gefinn út af Oddi Björnssyni árið 1899. Hlaut sagan fádæma viðtökur bæði í Vesturheimi og á Íslandi.
Jóhann skrifaði söguna Eirík Hansson á árunum 1893-1897. Fyrsti hluti hennar var svo gefinn út af Oddi Björnssyni árið 1899. Hlaut sagan fádæma viðtökur bæði í Vesturheimi og á Íslandi.
Það er alltaf gaman að geta boðið upp á eitthvað sem ekki hefur verið fáanlegt áður og það er einmitt það sem við bjóðum upp á með sögunni Eitthvað var það eftir Jóhann Jónsson skáld.
Eiður er smásaga eftir Jónas Jónasson frá Hrafnagili.
Kristján Róbert Kristjánsson les.