Hershöfðingi nokkur týnir verðmætum gulldósum. Hann biður gesti sína að athuga hvort þeir hafi nokkuð óvart stungið þeim á sig, en einn gestanna neitar að sýna hvað er í vösum hans.
Valý Þórsteinsdóttir les.
Gullgæsin er skemmtileg saga úr ævintýrasafni Grimms-bræðra. Hér segir frá ungum karlssyni sem kallaður er Klaufa-Bárður. Fyrir örlæti sitt og greiðvikni áskotnast honum gæs með gylltar fjaðrir og þá upphefst skondin atburðarás.
Bókmenntaþættir Matthíasar Johannessen komu út á bók árið 1985 og eru víðtækt og forvitnilegt úrval af skrifum höfundar um íslenskar bókmenntir og skáldverk nokkurra kunnra höfunda.
Í þessum þætti fjallar Matthías um leikritið Gullna hliðið eftir þjóðskáldið Davíð Stefánsson.
Erlendur Jónsson starfaði lengi sem bókmenntagagnrýnandi á Morgunblaðinu á þeim árum þegar blaðið var leiðandi í allri menningarumræðu hér á landi. Hér segir hann frá ýmsu sem á daga hans dreif á þessum árum, bæði mönnum og málefnum.
Sagan Gullský eftir Einar Benediktsson er óvenjuleg saga, sem erfitt er að henda reiður á. Mætti kannski segja að hún sé einhvers konar ljóð í söguformi eða einhvers konar ljóðræn upplifun. Það mætti jafnvel segja hana súrrealíska.
Þessar smásögur eru þær fyrstu sex í safninu Smoke Bellew sem kom fyrst út árið 1912. Sögusviðið er Yukon-svæðið á tímum gullæðisins. Hér er að finna litríkar sögupersónur, spennu, átök, gaman og ævintýri.
Gunnhildur búkona er smásaga eftir sænska Nóbelsverðlaunahafann Verner von Heidenstam (1859-1940).
Björn Björnsson les.
Gunnlaugs saga hefur lengi verið með vinsælustu Íslendingasögunum og kemur þar margt til. Í fyrsta lagi er hún skemmtileg og fjallar um efni sem höfðar til fólks. Þá er hún bæði stutt og auðlesin. Hún er í senn hádramatísk ástarsaga og rekur mikil örlög.
Guð á þig samt er smásaga eftir Jónas Jónasson frá Hrafnagili.
Kristján Róbert Kristjánsson les.
Lesari er Ingólfur B. Kristjánsson.
Sagan Gæfumaður eftir Einar Kvaran kom út árið 1933 og átti eftir að verða síðasta skáldsaga höfundar.
Hafblik kom út árið 1906 og var önnur frumsamda ljóðabók Einars. Áður hafði komið út eftir hann Sögur og kvæði árið 1897 og þýðing Einars á leikriti Henrik Ibsens Pétri Gaut árið 1901.