Flestir þekkja söguna um góða dátann Svejk og margir minnast þess eflaust þegar Gísli Halldórsson las söguna upp í útvarpi. Við bjóðum nú þessa stórkostlegu sögu í frábærum lestri Björns Björnssonar. Svejk er sígilt bókmenntaverk sem allar kynslóðir þurfa að þekkja.
Góður vilji eftir Guðrúnu Lárusdóttur (1880-1938) er falleg jólasaga um fátæka saumastúlku sem langar til að gleðja einhvern um jólin.
Guðrún Birna Jakobsdóttir les.
Guy de Maupassant (1850-1893) var franskur höfundur sem naut mikilla vinsælda í Frakklandi og víðar á síðari hluta 19. aldar. Einbeitti hann sér einkum að smásagnaforminu og hefur ásamt nokkrum öðrum verið talinn hafa rutt brautina fyrir nútíma smásögunni.
Selma Lagerlöf (1858-1940) var sænskur rithöfundur, sem fyrst kvenna hlaut hin virtu bókmenntaverðlaun Nóbels (1909).
Grána stendur á verði er smásaga eftir Guðmund Friðjónsson.
Sagan Grasaferð kom út í síðasta árgangi Fjölnis árið 1847 tveimur árum eftir lát Jónasar. Er sagan á margan hátt tímamótaverk, en margir telja hana marka upphaf íslenskrar sagnagerðar á síðari tímum og að hún sé fyrsta listræna smásagan í íslenskum nútímabókmenntum.
Hin þekkta skáldsaga Great Expectations eftir Charles Dickens kom fyrst út á árunum 1860-1861. Hér segir frá viðburðaríkum uppvaxtarárum hins munaðarlausa Philip Pirrip, eða Pip, eins og hann er kallaður.
Mark F. Smith les á ensku.
Lesari er Ingólfur B. Kristjánsson.
Lesari er Ingólfur B. Kristjánsson.
Lesari er Ingólfur B. Kristjánsson.
Lesari er Ingólfur B. Kristjánsson.
Grettis saga hefur löngum verið ein af ástsælustu Íslendingasögunum. Hún fjallar um Gretti Ásmundarson frá Bjargi í Miðfirði, sem gekk undir nafninu Grettir sterki, enda var maðurinn ógnarsterkur og lét ekki bugast þótt við forynjur væri að etja.