Prangarabúðin helga birtist í Sögusafni Ísafoldar árið 1892.
Sagan Pride and Prejudice eftir Jane Austen er ein þekktasta og vinsælasta skáldsaga heimsbókmenntanna. (Í íslenskri þýðingu ber hún titilinn Hroki og hleypidómar.)
Prinsessan á bauninni er skemmtilegt ævintýri um prins sem vill svo gjarnan eignast prinsessu fyrir konu, en það gengur ekki sem best hjá honum. Eina rigningarnótt er barið að dyrum í höllinni og fyrir utan stendur stúlka sem segist vera sönn prinsessa.
Ingibjörg Sól Ingólfsdóttir les.
Prinsessan á bauninni er skemmtilegt ævintýri um prins sem vill svo gjarnan eignast prinsessu fyrir konu, en það gengur ekki sem best hjá honum. Eina rigningarnótt er barið að dyrum í höllinni og fyrir utan stendur stúlka sem segist vera sönn prinsessa.
Quo vadis? er söguleg skáldsaga eftir Henryk Sienkiewicz. Sögusviðið er Róm í kringum árið 64 e.Kr., í valdatíð Nerós keisara. Hér segir frá ástum rómverska aðalsmannsins Markúsar Vinicíusar og Ligíu, ungrar kristinnar konungsdóttur af öðrum þjóðflokki.
Raddir dagsins kom fyrst út árið 2000 og er sjöunda ljóðabók höfundar. Eins og jafnan þegar Erlendur á í hlut eru ljóðin hreinskiptin og einlæg og ekki verið að fara í kringum hlutina.
Lesari er Ingólfur B. Kristjánsson.
Fornaldarsögur Norðurlanda eru flokkur sagna og ævintýra frá fornum tíma á Norðurlöndum. Þær voru líklega allar skráðar á Íslandi á 13. og 14. öld. Þar koma við sögu ýmsar sögulegar persónur, svo sem Ragnar loðbrók, Sigurður Fáfnisbani og Göngu-Hrólfur.
Ramóna er söguleg skáldsaga eftir Helen Hunt Jackson (1830-1885). Sagan gerist í Bandaríkjunum og segir frá munaðarlausri stúlku af skoskum og indíánaættum. Sagan kom fyrst út árið 1884 og varð strax gríðarlega vinsæl. Hún hefur fjórum sinnum verið kvikmynduð.
Það hefur stundum verið sagt að Jónas Jónasson frá Hrafnagili hafi verið fyrsti sakamálasagnahöfundurinn. Sagan Randíður í Hvassafelli eftir hann er gott dæmi um það þó hún sé kannski ólík þeim sakamálasögum sem við lesum í dag.
Ránið á K.A. járnbrautarlestinni eftir Paul Leicester Ford er spennandi frásögn, byggð á raunverulegum atburðum. Hún heitir á frummálinu The Great K & A Train Robbery.
Áhugaverð grein eftir Jón Trausta (Guðmund Magnússon).
Lesari er Jón Sveinsson.
Danski málfræðingurinn og málvísindafrömuðurinn Rasmus Kristján Rask (1787-1832) er flestum Íslendingum kunnur.
Björn Magnússon Ólsen er höfundur þessa minningarrits um Rask, sem fyrst kom út hjá Hinu íslenska bókmenntafélagi árið 1888.
Guðmundur Ingi Kristjánsson les.