Ókindin í eyranu á honum Frigga í Fagradal er smásaga eftir franska rithöfundinn Guy de Maupassant. Davíð Scheving Thorsteinsson þýddi.
Ólafur Tryggvason var konungur Noregs á árunum 995-1000. Hann lagði mikla rækt við að kristna sína þjóð og aðrar.
Lesari er Margrét Ingólfsdóttir.
Oliver Twist, eða The Parish Boy's Progress, er önnur skáldsaga Dickens og kom fyrst út á prenti á árunum 1837-1839. Hér segir frá munaðarlausa drengnum Oliver Twist sem strýkur til London og kemst þar í kynni við hóp ungra vasaþjófa og leiðtoga þeirra, glæpamanninn Fagin.
Guðmundur Friðjónsson (1869-1944) fæddist á Sílalæk í Aðaldal. Um þrítugsaldur hóf hann búskap á Sandi í Aðaldal og bjó þar síðan til dauðadags. Hann var að mestu sjálfmenntaður, alþýðuskáld sem margir vilja meina að hafi verið með betri skáldum síns samtíma.
Valý Þórsteinsdóttir les.
Orrustan við mylluna: Saga frá þýsk-franska stríðinu 1871 er smásaga eftir franska rithöfundinn, leikskáldið og blaðamanninn Émile Zola (1840-1902). Sagan heitir á frummálinu L'Attaque du moulin og kom fyrst út árið 1877. Þorsteinn Gíslason þýddi.
Fornaldarsögur Norðurlanda eru flokkur sagna og ævintýra frá fornum tíma á Norðurlöndum. Þær voru líklega allar skráðar á Íslandi á 13. og 14. öld. Þar koma við sögu ýmsar sögulegar persónur, svo sem Ragnar loðbrók, Sigurður Fáfnisbani og Göngu-Hrólfur.
Sagan Ósannanlegt er fengin úr tímaritinu Ísafold frá árinu 1916. Er hér um að ræða nokkurs konar sakamálasögu þó með óbeinum hætti sé. Ekki er getið um höfund að sögunni. Sagan tekur um 15 mínútur í flutningi.
Lesari er Ingólfur B. Kristjánsson.
Lesari er Margrét Ingólfsdóttir.
Þorgils gjallandi hét réttu nafni Jón Stefánsson og var vinnumaður og bóndi í Mývatnssveit. Hann veigraði sér ekki við að kanna dýptir mannlegs eðlis í skrifum sínum, auk þess sem frelsi og hamingja einstaklingsins voru honum hugleikin. Smásöguna Ósjálfræði skrifaði hann árið 1890.
Þrátt fyrir að Einar Kvaran væri sannfærður spíritisti tók hann sjálfan sig ekki alltaf mjög hátíðlega, eins og sagan Óskin ber með sér.
Ungur maður, sonur fátækra hjóna, hlýtur eina ósk. Foreldrar hans og eiginkona hafa öll skoðun á því hvers hann skuli óska sér, en hvernig ætli honum takist að gera þeim öllum til hæfis með aðeins einni ósk?
Ingibjörg Sól Ingólfsdóttir les.