Sagan Síðasti móhíkaninn (The Last of the Mohicans) eftir James Fenimore Cooper er önnur bókin í fimm rita sagnaflokki sem fjallar um veiðimanninn Natty Bumppo og besta vin hans indíánahöfðingjann Chingachgook sem ferðast um óbyggðir Ameríku og lifa á veiðum.
Síðustu Þorlákstíðir er rómantísk jólasaga eftir ritsnillinginn Jón Trausta (Guðmund Magnússon).
Ingólfur B. Kristjánsson les.
Sjálfsævisaga Hannesar Þorsteinssonar er án nokkurs efa í flokki merkustu slíkra sagna sem komið hafa út á Íslandi. Hannes var þjóðkunnur maður á sínum tíma og stóð nærri flestum þeim atburðum sem vörðuðu veginn til framtíðar þjóðarinnar.
Hér er á ferðinni ævisaga eldklerksins Jóns Steingrímssonar, rituð af honum sjálfum. Jón er hvað frægastur fyrir eldmessuna sem hann hélt meðan Skaftáreldar stóðu yfir, þegar hraunið stöðvaðist við kirkjutröppurnar meðan hann hélt guðsþjónustu.
Hallgrímur Indriðason les.
Nýsjálenski rithöfundurinn Katherine Mansfield (1888-1923) var helst kunn fyrir smásögur sínar og vilja margir meina að sögur hennar séu enn með bestu smásögum sem skrifaðar hafa verið. Sagan Sjóferðin (The Voyage) kom fyrst út árið 1921.
Valý Þórsteinsdóttir les.
Jómfrú Ragnheiður er fyrsta bindi hinnar stórbrotnu skáldsögu Skálholt eftir Guðmund Kamban. Hér er átakanleg saga þeirra Daða og Ragnheiðar biskupsdóttur sögð á listilegan hátt. Sagan, sem er í fjórum bindum, er vissulega eitt af hinum stóru skáldverkum þjóðarinnar.
Mala domestica er annað bindi hinnar stórbrotnu skáldsögu Skálholt eftir Guðmund Kamban. Hér er átakanleg saga þeirra Daða og Ragnheiðar biskupsdóttur sögð á listilegan hátt. Sagan, sem er í fjórum bindum, er vissulega eitt af hinum stóru skáldverkum þjóðarinnar.
Hans herradómur er þriðja bindi hinnar stórbrotnu skáldsögu Skálholt eftir Guðmund Kamban.
Guðmundur Ingi Kristjánsson les.
Quod felix er fjórða og síðasta bindi hinnar stórbrotnu skáldsögu Skálholt eftir Guðmund Kamban.
Guðmundur Ingi Kristjánsson les.
Peter Rosegger (1843-1918) var austurrískt skáld og rithöfundur. Hann var tilnefndur til Nóbelsverðlauna árið 1913.
Freysteinn Gunnarsson þýddi.
Björn Björnsson les.
Sagan Skinnfeldur (The Pioneers) eftir James Fenimore Cooper er fjórða skáldsagan af fimm sem fjallar um veiðimanninn Natty Bumppo og besta vin hans indíánahöfðingjann Chingachgook sem ferðast um óbyggðir Ameríku og lifa á veiðum.