Skemmtileg saga sem fjallar um sjálfstæðishetju
Svisslendinga, Vilhjálm Tell.
Margrét Ingólfsdóttir les.
Skáldsagan Villirósa eftir Kristofer Janson segir frá norskum innflytjendum í Ameríku á síðari hluta 19. aldar. Ekkill og ung dóttir hans setjast að í skógum Minnesota. Dóttirin vingast við indíána á svæðinu og lendir í ýmsum ævintýrum.
Kristján Róbert Kristjánsson les.
Hér segir frá tveimur vinum sem báðir eru þjófar. Annar heitir Pétur valsari en hinn kallast ,,sá vongóði".
Björn Björnsson les.
Vinurinn er saga um litla prinsessu og vinkonu hennar.
Sigurður Arent Jónsson les.
Vistaskipti er ein af hinum sígildu íslensku sveitasögum í anda raunsæis, þar sem áherslan er fyrst og fremst á lítilmagnanum og illum aðbúnaði hans.
Vitnisburður hljóðritans segir frá því hvernig ný uppfinning leikur mikilvægt hlutverk við lausn morðmáls. Þessi uppfinning er hinn svokallaði hljóðriti, eða hljóðupptökutæki, sem er auðvitað hversdagslegt fyrirbæri í dag, en þótti á sínum tíma hið mesta undur.
Margrét Ingólfsdóttir les.
Jónas bóndi og kona hans hafa með dugnaði náð að byggja upp bú sitt sem nú stendur vel. En skjótt skipast veður í lofti.
Kristján Róbert Kristjánsson les.
Þorgils gjallandi hét réttu nafni Jón Stefánsson.
Smásöguna Við sólhvörf skrifaði hann árið 1894.
Jón Sveinsson les.
Lárus víðförli fæddist í Húnavatnssýslu árið 1855. Nítján ára gamall steig hann á skipsfjöl og ferðaðist upp frá því víðar en flestir ef ekki allir Íslendingar á þeim tíma. Hann sigldi umhverfis hnöttinn og kom í fimm heimsálfur.
Guðmundur Ingi Kristjánsson les.
Vogar var fjórða ljóðabók Einars Benediktssonar (1864-1940) og kom út árið 1921.
Hallgrímur Helgi Helgason les.
Fornaldarsögur Norðurlanda eru flokkur sagna og ævintýra frá fornum tíma á Norðurlöndum. Þær voru líklega allar skráðar á Íslandi á 13. og 14. öld. Þar koma við sögu ýmsar sögulegar persónur, svo sem Ragnar loðbrók, Sigurður Fáfnisbani og Göngu-Hrólfur.