Litla stúlkan með eldspýturnar er með þekktustu jólasögum allra tíma.
Ingibjörg Sól Ingólfsdóttir les.
Litla stúlkan með eldspýturnar er ein þekktasta jólasaga allra tíma.
Valý Þórsteinsdóttir les.
Litli Kláus og stóri Kláus er eitt af hinum óborganlegu ævintýrum H.C. Andersens sem flestallir þekkja.
Sigurður Arent Jónsson les.
Sagan Litli Hvammur eftir Einar Kvaran birtist fyrst í Ísafold árið 1898. Mun Einar sennilega hafa skrifað hana á Korsíku. Þangað fór hann í boði Björns Jónssonar ritstjóra til að ná heilsu eftir að hafa fengið berkla í Vesturheimi.
Ljónaprinsinn er skemmtileg saga um systkin sem heita Konráð og Karen. Dag nokkurn ber stærðarinnar ljón að dyrum hjá þeim. Ljónið hótar öllu illu ef þau hlýði ekki skipunum þess. En ekki er allt sem sýnist.
Sigurður Arent Jónsson les.
Ljónin þrjú eftir H. Rider Haggard er spennandi saga af hinum þekkta ævintýramanni Allan Quatermain.
Jón Sveinsson les.
Ingólfur B. Kristjánsson les.
Skáldsagan Ljósvörðurinn eftir Maria Susanna Cummins heitir á frummálinu The Lamplighter. Sagan kom fyrst út árið 1854 og varð strax gríðarlega vinsæl. Hér segir frá uppvexti munaðarlausu stúlkunnar Gertrude sem elst upp hjá ljósverðinum Trueman Flint.
H.C. Andersen er heimsþekktur fyrir ævintýri sín og Ljóti andarunginn er eitt af þeim þekktustu og bestu. Hér segir frá unga nokkrum sem virðist alls ekki eiga heima í því umhverfi sem hann fæðist í.
Lesari er Ingólfur B. Kristjánsson.
Í þessu ljóðasafni eru öll ljóð sem aðgengileg eru eftir Jóhann Jónsson. Hér er um að ræða sannkallaðar ljóðaperlur sem allir ljóðaunnendur þurfa að kynna sér.
Lesari er Gunnar Már Hauksson.
Ljóðmæli Sveinbjarnar Egilssonar eru ekki mikil að vöxtum og mundu ein og sér ekki skipa honum stóran sess í bókmenntasögu okkar Íslendinga, enda voru þau einungis brot af öllu því sem þessi andans risi sýslaði um ævina.
Logi er smásaga eftir breska rithöfundinn og leikskáldið W. Somerset Maugham (1874-1965). Bogi Ólafsson þýddi.
Björn Björnsson les.
Lögreglufulltrúinn er spennandi saga eftir Elin Hamton.
Morð hefur verið framið um borð í lest og í ljós kemur að margir höfðu átt sökótt við hinn látna.
Ólöf Rún Skúladóttir les.
Love Among the Chickens er skáldsaga eftir enska rithöfundinn og húmoristann P. G. Wodehouse (1881-1975), höfund sagnanna um Bertie Wooster og Jeeves. Sagan kom fyrst út á bók árið 1906 og svo í endurskrifaðri útgáfu 1921.
Jón Trausti var mikill náttúruunnandi, eins og skrif hans bera glögglega vitni, og þekkti landið sérlega vel. Hér er lýsing hans á Heklugosinu 1913, sem Guðmundur Björnsson landlæknir lét fylgja með skýrslu til stjórnarráðsins um eldgosið.
Lesari er Jón Sveinsson.
Lýsing Íslands eftir Þorvald Thoroddsen þótti tímamótaverk þegar það kom fyrst út árið 1881. Er hér um sígilt öndvegisrit að ræða sem býr yfir miklum og gagnlegum fróðleik sem margur á enn við í dag. Verkið tók Þorvald margra ára rannsóknir, oft við erfiðar aðstæður.
Skáldsagan Mannamunur eftir Jón Mýrdal kom fyrst út árið 1872 og hefur lifað með þjóðinni síðan þá. Þrátt fyrir að vera barn síns tíma býr hún yfir ákveðnum tærleika sem gerir það að verkum að ólíkar kynslóðir finna sig í henni. Höfundurinn Jón Mýrdal fæddist árið 1825 og lést árið 189
Áhugaverð grein úr tímaritinu Úrvali.
Lesari er Valý Þórsteinsdóttir.
Maríukirkjan í París (Notre Dame de Paris) er betur þekkt undir titlinum Hringjarinn í Notre Dame. Sagan kom fyrst út árið 1831.
Marjas er ein kunnasta saga Einars Kvaran og þó hún sé látlaus á yfirborðinu býr mikil spenna og kraftur í þessari stórkostlegu sögu.
Ingólfur B. Kristjánsson les.
Lesari er Ingólfur B. Kristjánsson.
Matteusarguðspjall mun hafa verið skrifað einhvern tímann á tímabilinu frá 60–90. Eftir því sem sagnfræðingurinn Papías segir í riti frá 130 á Matteus að hafa skrifað það á arameisku, en elstu þekktu útgáfur testamentisins eru ritaðar á grísku.
Sagan Maður og kona eftir Jón Thoroddsen kom fyrst út árið 1876, átta árum eftir lát Jóns og tuttugu og sex árum eftir útkomu fyrstu íslensku skáldsögunnar, Pilts og stúlku.
Skáldsagan Maðurinn sem týndi sjálfum sér inniheldur allt sem góða og spennandi sögu þarf að prýða - óvæntar uppákomur, ævintýri og dulúð. Sagan heitir á frummálinu The Man Who Lost Himself og kom fyrst út árið 1918.
Skáldsagan Meðan húsið svaf eftir Guðmund Kamban kom fyrst út á dönsku árið 1925 undir nafninu Det Sovende hus. Mun sagan upphaflega hafa verið hugsuð sem kvikmyndahandrit og var kvikmynduð í leikstjórn hans sjálfs árið 1926.
Milljónasnáðinn er skemmtileg saga um hinn þrettán ára gamla Peter Rowly sem er flugríkur en munaðarlaus og einmana. Þegar tækifæri gefst ákveður hann að flýja undan harðræði fóstru sinnar og gerast blaðsöludrengur.
Aðalsteinn Sigmundsson þýddi.
Skáldsagan Milljónaævintýrið eftir G. B. McCutcheon kom fyrst út árið 1902 og eftir henni hafa verið gerðar kvikmyndir og leikrit.
Hér eru á ferðinni æviminningar hinnar merku konu Guðrúnar Borgfjörð, sem bjó lengst af í Reykjavík og tók eftir ýmsu sem aðrir veittu ekki athygli. Vel skrifuð saga sem veitir góða innsýn í samtíma og umhverfi höfundar.
Emma Björnsdóttir les.
Athyglisverð saga um Alexander mikla og réttlæti almennt.
Lesari er Guðrún Elva Guðmundsdóttir.