Saga um Benjamín Franklín þegar hann var ungur.
Lesari er Valý Ágústa Þórsteinsdóttir.
Smásagan Flöskupúkinn eftir skoska rithöfundinn Robert Louis Stevenson (1850-1894) kom fyrst út árið 1891. Enskur titill sögunnar er The Bottle Imp.
Flöskupúkinn er skemmtileg saga um pilt sem finnur glerflösku úti í skógi og sér að í henni er eitthvert kvikindi sem reynist vera púki.
Sigurður Arent Jónsson les.
Flugnasuð í farangrinum er safn smásagna eftir Matthías Johannessen. Sögurnar eru áhrifamiklar í einfaldleika sínum og bera vott um einstakt næmi höfundar á mannlegt eðli og tilveru.
Sögurnar komu út árið 1998 og nutu þá mikilla vinsælda.
Gunnar Már Hauksson les.
Jack London var um skeið einn vinsælasti og víðlesnasti rithöfundur heims. Hér segir hann sögur af sjálfum sér og öðrum frá þeim árum sem hann flakkaði um og lenti í ótrúlegustu ævintýrum.
Steindór Sigurðsson þýddi.
Sigurður Arent Jónsson les.
Fölskvi er smásaga eftir Þorgils gjallanda, en hann hét réttu nafni Jón Stefánsson.
Guðmundur Ingi Kristjánsson les.
Þessi klassíska saga hefur fyrir löngu síðan skipað sér sess sem eitt af merkari verkum bókmenntasögunnar. Ungi læknirinn Gúllíver ræður sig sem skipslækni á kaupfar sem siglir til Suðurhafa. Skipið ferst en Gúllíver rekur á land á eyju sem hann heldur í fyrstu að sé í eyði.
Fornaldarsagan eftir Hallgrím Melsteð er eitt af þessum sígildu fræðiritum sem falla aldrei úr gildi.
Jón Sveinsson les.
Bókmenntaþættir Matthíasar Johannessen komu út á bók árið 1985 og eru víðtækt og forvitnilegt úrval af skrifum höfundar um íslenskar bókmenntir og skáldverk nokkurra kunnra höfunda.
Ingólfur B. Kristjánsson les.
Fóstbræðra saga var lengi vel talin með elstu Íslendingasögum, en nú er almennt talið að hún sé með þeim yngri og skrifuð undir lok 13. aldar. Er sagan til í mörgum uppskrifum, m.a. í Hauksbók, Möðruvallabók og Flateyjarbók, þar sem henni er skeytt inn í Ólafs sögu helga.
Fornaldarsögur Norðurlanda eru flokkur sagna og ævintýra frá fornum tíma á Norðurlöndum. Þær voru líklega allar skráðar á Íslandi á 13. og 14. öld. Þar koma við sögu ýmsar sögulegar persónur, svo sem Ragnar loðbrók, Sigurður Fáfnisbani og Göngu-Hrólfur.
Þorgils gjallandi hét réttu nafni Jón Stefánsson. Smásöguna Frá Grími á Stöðli skrifaði hann árið 1904.
Jón Sveinsson les.
Hér segir frá Hvanndala-Árna og viðskiptum hans við bjarndýr.
Ingibjörg Sól Ingólfsdóttir les.
Ólafía Jóhannsdóttir var þjóðþekkt í Noregi fyrir starf sitt í Osló í þágu þeirra sem minna máttu sín í samfélaginu, fátækra og ekki síst gleðikvenna. Hér segir hún frá ævi sinni og störfum.
Ólöf Rún Skúladóttir les.
Sagan Framavonir eftir Erlend Jónsson er smásaga úr samtímanum. Hér segir frá Páli Pálssyni sem stefnir hátt innan Véltækni- og framfarastofnunar ríkisins, en þegar stöðuhækkunin sem hann vonast eftir er í annað sinn veitt öðrum, tekur hann til sinna ráða.
Frankenstein, or The Modern Prometheus eftir Mary Shelley kom fyrst út árið 1818 og markaði upphafið að nýrri tegund bókmennta.
Sagan var síðar gefin út með nokkrum breytingum, en hér er lesin sú útgáfa sem kom út árið 1818.
Ungur maður kaupir forkunnarfagurt franskt sjal handa unnustu sinni. Hún gleðst mjög yfir því, en stuttu síðar fer hana að dreyma undarlegan draum sem tengist sjalinu.
Ingibjörg Sól Ingólfsdóttir les.
Frelsisherinn er smásaga eftir Jónas Jónasson frá Hrafnagili.
Kristján Róbert Kristjánsson les.
Fréttir frá tunglbúum er stutt smásaga eftir Þorgils gjallanda.
Jón Sveinsson les.
Í þessari sögu segir frá Friðriki áttunda, sem ekki var konungborinn, en hafði hlotið nafnbótina af þeirri ástæðu að
hann var jafnan áttundi maðurinn sem skipaður var árlega í fjallgöngunum til að smala á Búrfellsheiðinni.
Ingólfur B. Kristjánsson les.
Friðrik Vilhjálmur I. Prússakonungur er smásaga eftir franska rithöfundinn og gagnrýnandann Paul de Saint-Victor (1827-1881). Björn Jónsson þýddi.
Sigurður Arent Jónsson les.
Fornaldarsögur Norðurlanda eru flokkur sagna og ævintýra frá fornum tíma á Norðurlöndum. Þær voru líklega allar skráðar á Íslandi á 13. og 14. öld. Þar koma við sögu ýmsar sögulegar persónur, svo sem Ragnar loðbrók, Sigurður Fáfnisbani og Göngu-Hrólfur.
Lesari er Valý Þórsteinsdóttir.
Rudyard Kipling (1865-1936) var breskur rithöfundur og skáld sem naut mikilla vinsælda á síðari hluta 19. aldar og fram á 20. öld. Kunnastur er hann þó fyrir smásögur sínar um skógardrenginn Móglí í bókinni Jungle Book (1894) og bókina Kim (1901).
Fuglar á þingi er smásaga eftir Guðmund Friðjónsson.
Fyrir 67 árum - ferðasaga er frásögn Sigurðar Gunnarssonar af langferð þriggja félaga úr Fljótsdalnum til Reykjavíkur til þess að ná inntöku í gamla Latínuskólann. Frásögnin birtist í Eimreiðinni í janúar 1932.
Sigurður Arent Jónsson les.
Fyrirgefning er smásaga eftir Guðrúnu Lárusdóttur (1880-1938).
Guðrún Birna Jakobsdóttir les.
Fyrsta greifafrúin í Wessex er smásaga eftir enska rithöfundinn og skáldið Thomas Hardy (1840-1928). Einar H. Kvaran þýddi.
Björn Björnsson les.
Galdrasögur eru þriðji flokkur þjóðsagna í safni Jóns Árnasonar. Þar má finna sögur af galdramönnum, töfrabrögðum og fleiru er tengist göldrum.
Guðrún Birna Jakobsdóttir les.