Ein þekktasta jólasaga heimsbókmenntanna er án efa A Christmas Carol eftir Charles Dickens. Hér segir frá fúllynda nískupúkanum Ebenezer Scrooge og óvæntri heimsókn sem hann fær eina jólanótt sem á eftir að breyta lífi hans svo um munar.
Þessi saga er lesin á ensku.
Jón Trausti var einn vinsælasti rithöfundur Íslands á fyrstu áratugum 20. aldar, en hann lést fyrir aldur fram árið 1918. Sögur hans sem sprottnar eru úr íslenskum raunveruleika fundu sér samhljóm í hjörtum landsmanna. Það voru örlagasögur sem Íslendingar þekktu til af eigin raun.
Á götunni: dagbókarblað er smásaga eftir norska rithöfundinn og Nóbelsverðlaunahafann Knut Hamsun (1859-1952).
Jón Sigurðsson þýddi.
Björn Björnsson les.
Á heimleið var fyrsta skáldsaga Guðrúnar Lárusdóttur (1880-1938) og kom fyrst út árið 1913.
Guðrún Birna Jakobsdóttir les.
A Jury of Her Peers er smásaga eftir Susan Glaspell, lauslega byggð á raunverulegum atburði sem höfundurinn hafði fjallað um sem blaðamaður. Upphaflega var sagan skrifuð sem leikrit í einum þætti árið 1916 og bar þá titilinn Trifles.
Hér segir frá völdum stöðum á landinu, minnisvörðum, söfnum, kirkjum og öðru merkilegu sem allir ættu að hafa bæði gagn og gaman af að kynnast á leið sinni um landið.
A Matter of System er skemmtileg jólasaga eftir Eleanor H. Porter, en hún var hvað þekktust fyrir sögurnar um Pollýönnu.
Cori Samuel les á ensku.
A Portrait of the Artist as a Young Man var fyrsta skáldsaga írska rithöfundarins James Joyce (1882-1941) og eitt af lykilverkum módernismans. Hér segir frá hinum unga Stephen Dedalus sem á ekki alveg samleið með því kaþólska og hefðbundna umhverfi sem hann elst upp í.
Skáldsagan vinsæla A Room with a View eftir E. M. Forster kom fyrst út árið 1908. Sögusviðið er Ítalía og England við upphaf 20. aldarinnar.
Þessi saga er lesin á ensku.
Lesari er Elizabeth Klett.
Á skipsfjöl er smásaga eftir Guðmund Friðjónsson.
Í skáldsögunni A Study in Scarlet komu Sherlock Holmes og Dr. Watson fyrst fram á sjónarsviðið, en samtals skrifaði Conan Doyle fjórar skáldsögur og 56 smásögur um spæjarann snjalla. Sagan kom fyrst út árið 1887 í tímaritinu Beeton's Christmas Annual.
A Tale of Two Cities er söguleg skáldsaga eftir Charles Dickens. Sögusviðið er borgirnar London og París á tímum frönsku byltingarinnar. Margir kannast við upphafsorðin: "It was the best of times, it was the worst of times..."
Ábúðarréttur er smásaga eftir Jónas Jónasson frá Hrafnagili.
Kristján Róbert Kristjánsson les.
Ingólfur B. Kristjánsson les.
Sherlock Holmes þarf vart að kynna fyrir hlustendum.
Hér er safn smásagna um þennan þekktasta spæjara bókmenntanna og Watson félaga hans, eftir skoska rithöfundinn og lækninn Arthur Conan Doyle (1859-1930).
Þorgils gjallandi hét réttu nafni Jón Stefánsson. Smásöguna Aftanskin skrifaði hann árið 1914.
Hér segir frá Vestur-Íslendingi sem snýr aftur á heimahagana, eftir áratuga fjarveru, og hittir æskuástina sína á ný.
Jón Sveinsson les.
Í þjóðsagnasafni Jóns Árnasonar eru fjölmargar sögur af afturgöngum, en þær eru einn af þremur flokkum draugasagna.
Í formála þessarar bókar skrifar höfundur: ,,Ágúst B. Jónsson, fyrrum bóndi á Hofi í Vatnsdal, er um margt eftirtektarverður maður, sem lærdómsríkt er að kynnast og njóta samfylgdar við um slóðir liðinna ára.
Lesari er Margrét Ingólfsdóttir.
Lesari er Ingólfur B. Kristjánsson.
Lesari er Margrét Ingólfsdóttir.
Trúin á álfa og huldufólk hefur fylgt íslensku þjóðinni öldum saman. Þjóðsagnasafn Jóns Árnasonar inniheldur fjölmargar sögur af álfum og samskiptum þeirra við mannfólkið.
Sjöfn Ólafsdóttir les.
Ingólfur B. Kristjánsson les.
Lesari er Margrét Ingólfsdóttir.
Þetta er stutt saga þar sem konungurinn Alkamar hinn örláti og hirðfíflið ræða um dýrmæta gjöf.
Margrét Ingólfsdóttir les.
Þetta er skemmtilegt ævintýri þar sem segir frá landi sem á sér engin landamæri og er í raun ekki til. Íbúar þess heita Allir og Enginn.
Ingólfur B. Kristjánsson les.
Smásagan Alltaf að tapa? eftir Einar H. Kvaran kom fyrst út í smásagnasafninu Sveitasögur, gamlar og nýjar árið 1923.
Kristján Róbert Kristjánsson les.
Alþingi Íslendinga kom saman í fyrsta skipti á Þingvöllum árið 930. Þúsund árum síðar kom íslenska þjóðin saman á sama stað til að halda upp á 1000 ára afmæli alþingis. Jóhann Jónsson skáld segir hér frá sögu alþingis Íslendinga af þessu tilefni.
Anderson er saga í sjö köflum, nokkurs konar noveletta. Hún var fyrst gefin út árið 1913 í smásagnasafninu Frá ýmsum hliðum og vakti þá töluverða athygli. Fékk hún þann dóm frá einum gagnrýnanda að á henni sé ,,einkennilega mikið kast'', hvað sem það þýðir.
Í þessari áhugaverðu grein segir Jón Trausti frá hinum heimsfræga auðmanni og mannvini Andrew Carnegie.
Lesari er Jón Sveinsson.