Enginn ræður för: reisubók úr neðra er bráðskemmtileg og heillandi frásögn Runólfs Ágústssonar af ferðalagi hans yfir endilanga Ástralíu.
Sagan Englarnir hennar Dagnýjar gömlu hlaut fyrstu verðlaun í jólasögusamkeppni á vegum Skólavefsins og Hvellur.com árið 2007.
Margrét Ingófsdóttir les.
Enn um Þórberg er sjálfstætt framhald hinnar frábæru viðtalsbókar Matthíasar Johannessen við Þórberg Þórðarson, Í kompaníi við allífið.
Aðalsteinn Júlíus Magnússon les.
Grein eftir Stephan G. Stephansson.
Lesari er Ingólfur B. Kristjánsson.
Erfiði og sársauki er stutt frásögn eftir Ernest Legouvé (1807-1903) en hann var leikskáld, rithöfundur, kennari og frumkvöðull í jafnréttismálum í Frakklandi.
Jón Sveinsson les.
Erlendur Jónsson starfaði lengst af sem kennari og var í mörg ár einn helsti bókmenntagagnrýnandi Morgunblaðsins. Fyrsta ljóðabók hans, Skuggar á torgi, kom út árið 1967, en nú telja ljóðabækur hans um einn tug.
Smásagan Evina Feier segir frá ungri stúlku sem elst upp í finnskri sveit og hefur yndi af því að syngja. Rétt áður en hún ætlar að giftast æskuvini sínum vekja sönghæfileikar hennar athygli og henni býðst að ferðast um heiminn og öðlast frægð og frama.
Jón Trausti segir hér frá Eyjafjallajökli, sem hann telur fegurstan allra fjalla, og sveitinni þar í kring.
Karel Capek var tékkneskur rithöfundur sem skrifaði alls kyns skáldverk en er þó helst kunnur fyrir vísindaskáldskap sinn. Skáldsagan War with the Newts (1936) var mikið lesin og leikritið R.U.R. eða Rossum´s Universal Robots hlaut góðar undirtektir.
Eyrbyggja saga er um margt merkileg saga, ólík mörgum hinna þekktari, hvað varðar áherslur og efnistök.
Fagrar konur er smásaga eftir Anton Chekhov (1860-1904). Sagan snýst um fegurð og áhrifin sem hún hefur á áhorfandann.
Björn Björnsson les.
Skáldsagan Far from the Madding Crowd eftir enska rithöfundinn og skáldið Thomas Hardy (1840-1928) er ein af þekktustu og bestu ástarsögum heimsbókmenntanna. Hún var fjórða skáldsaga höfundar og sú fyrsta eftir hann til að njóta mikillar velgengni.
Farlami drengurinn er ævintýri eftir danska rithöfundinn Hans Christian Andersen.
Jóhanna M. Thorlacius les.
Farmaðurinn er um margt óvenjuleg saga eftir Einar Benediktsson, nokkurs konar ævintýrasaga. Sagan er skemmtileg og ber mörg höfundareinkenni Einars.
Ingólfur B. Kristjánsson les.
Kynslóðabil, hugsjónir og gildi eru meginefni smásögunnar Farseðlar til Argentínu úr samnefndu smásagnasafni Erlendar Jónssonar. Sögusviðið er Reykjavík um miðbik tuttugustu aldarinnar.
Kristján Róbert Kristjánsson les.
Fárveifan er smásaga eftir Vsevolod Michajlovitsch Garschin. Magnús Ásgeirsson þýddi.
Björn Björnsson les.
Í Þjóðsögum Jóns Árnasonar segir frá tveimur kerlingum, hvorri frá sínum landshluta, sem hittast og komast í hár saman.
Ingibjörg Sól Ingólfsdóttir les.
Faðirinn er smásaga eftir Nóbelsverðlaunahafann Mikhail Sholokov (1905-1984).
Björn Björnsson les.
Febrúarkrísur er fyrsta skáldsaga Ragnars Inga Aðalsteinssonar og var fyrst gefin út árið 1995. Hér segir frá ungum kennara sem hefur störf við heimavistarskóla úti á landi.
Sagan Feginsdagur er frá 19. öld, en hún er þýdd af Pétri Péturssyni biskupi og birtist í smásagnasafni hans. Ekki er þar getið um höfund hennar.
Valgarður Egilsson flytur okkur sögu í formi þulu, sögu af för sinni með ferjunni upp á Skaga. Farþeginn horfir til allra átta og hugmyndaflugið er óhamið. Þulurnar eru eins konar frásöguljóð með breytilegri hrynjandi og hafa yfir sér ævintýralegan blæ.
Höfundur les.
,,Frá upphafi hafa Íslendingar borið útþrána í brjósti í ríkum mæli,'' eins og segir í inngangi þessarar bókar. Einn þeirra manna sem útþráin greip var Sveinbjörn Egilsson.
Ferðasaga er smásaga eftir Benedikt Sveinbjarnarson Gröndal.
Guðmundur Ingi Kristjánsson les.
Árni Magnússon frá Geitastekk var einn víðförlasti Íslendingur sinnar samtíðar. Hann sigldi m.a. til Rússlands, Kína og Tyrklands.
Árni lenti í ýmsum ævintýrum og lét sér fátt fyrir brjósti brenna.
Gunnar Már Hauksson les.
Münchhausen barón var uppi í Þýskalandi á 18. öld eftir því sem sagan segir og er löngu orðinn heimsfrægur fyrir afrekssögur þær sem honum eru eignaðar. Þorsteinn Erlingsson þýddi sögurnar.
Lesari er Ingólfur B. Kristjánsson.
Margrét Ingólfsdóttir les.
Sögumaðurinn Addad segir frá fimm bræðrum sem allir heita Ali. Faðir þeirra sendir þá út í heim til að freista gæfunnar og lýsir því yfir að sá þeirra sem komi aftur með bestu gjöfina muni hljóta allan arfinn eftir hann. Nú fáum við að heyra hvernig fer.
Hér segir frá bóndanum Sveini sem kemst að því að maður nokkur hefur verið að stela frá honum fiski. En Sveinn er fjölkunnugur og finnur leið til að kenna þjófnum lexíu.
Ingibjörg Sól Ingólfsdóttir les.
Í þessari áhugaverðu grein segir rithöfundurinn Jón Trausti (Guðmundur Magnússon) frá ,,fjórum mestu og víðfrægustu skáldum heimsins,'' eins og hann kemst að orði, en það eru Englendingurinn Shakespeare og Þjóðverjarnir Goethe, Schiller og Heine.
Hér birtast fjórar dýrasögur eftir séra Jónas Jónasson frá Hrafnagili, en hann skrifaði töluvert í tímaritið Dýravininn. Þetta eru sögurnar Tík hefur trog fyrir bát, Kisa beiðist gistingar, Hundur gætir barns og Þrílita kisa.