Smásagan Evina Feier segir frá ungri stúlku sem elst upp í finnskri sveit og hefur yndi af því að syngja. Rétt áður en hún ætlar að giftast æskuvini sínum vekja sönghæfileikar hennar athygli og henni býðst að ferðast um heiminn og öðlast frægð og frama.
Jón Trausti segir hér frá Eyjafjallajökli, sem hann telur fegurstan allra fjalla, og sveitinni þar í kring.
Karel Capek var tékkneskur rithöfundur sem skrifaði alls kyns skáldverk en er þó helst kunnur fyrir vísindaskáldskap sinn. Skáldsagan War with the Newts (1936) var mikið lesin og leikritið R.U.R. eða Rossum´s Universal Robots hlaut góðar undirtektir.
Eyrbyggja saga er um margt merkileg saga, ólík mörgum hinna þekktari, hvað varðar áherslur og efnistök.
Fagrar konur er smásaga eftir Anton Chekhov (1860-1904). Sagan snýst um fegurð og áhrifin sem hún hefur á áhorfandann.
Björn Björnsson les.
Skáldsagan Far from the Madding Crowd eftir enska rithöfundinn og skáldið Thomas Hardy (1840-1928) er ein af þekktustu og bestu ástarsögum heimsbókmenntanna. Hún var fjórða skáldsaga höfundar og sú fyrsta eftir hann til að njóta mikillar velgengni.
Farlami drengurinn er ævintýri eftir danska rithöfundinn Hans Christian Andersen.
Jóhanna M. Thorlacius les.
Farmaðurinn er um margt óvenjuleg saga eftir Einar Benediktsson, nokkurs konar ævintýrasaga. Sagan er skemmtileg og ber mörg höfundareinkenni Einars.
Ingólfur B. Kristjánsson les.
Kynslóðabil, hugsjónir og gildi eru meginefni smásögunnar Farseðlar til Argentínu úr samnefndu smásagnasafni Erlendar Jónssonar. Sögusviðið er Reykjavík um miðbik tuttugustu aldarinnar.
Kristján Róbert Kristjánsson les.
Fárveifan er smásaga eftir Vsevolod Michajlovitsch Garschin. Magnús Ásgeirsson þýddi.
Björn Björnsson les.
Í Þjóðsögum Jóns Árnasonar segir frá tveimur kerlingum, hvorri frá sínum landshluta, sem hittast og komast í hár saman.
Ingibjörg Sól Ingólfsdóttir les.
Faðirinn er smásaga eftir Nóbelsverðlaunahafann Mikhail Sholokov (1905-1984).
Björn Björnsson les.