Saga um Benjamín Franklín þegar hann var ungur.
Lesari er Valý Ágústa Þórsteinsdóttir.
Smásagan Flöskupúkinn eftir skoska rithöfundinn Robert Louis Stevenson (1850-1894) kom fyrst út árið 1891. Enskur titill sögunnar er The Bottle Imp.
Flöskupúkinn er skemmtileg saga um pilt sem finnur glerflösku úti í skógi og sér að í henni er eitthvert kvikindi sem reynist vera púki.
Sigurður Arent Jónsson les.
Flugnasuð í farangrinum er safn smásagna eftir Matthías Johannessen. Sögurnar eru áhrifamiklar í einfaldleika sínum og bera vott um einstakt næmi höfundar á mannlegt eðli og tilveru.
Sögurnar komu út árið 1998 og nutu þá mikilla vinsælda.
Gunnar Már Hauksson les.
Jack London var um skeið einn vinsælasti og víðlesnasti rithöfundur heims. Hér segir hann sögur af sjálfum sér og öðrum frá þeim árum sem hann flakkaði um og lenti í ótrúlegustu ævintýrum.
Steindór Sigurðsson þýddi.
Sigurður Arent Jónsson les.
Fölskvi er smásaga eftir Þorgils gjallanda, en hann hét réttu nafni Jón Stefánsson.
Guðmundur Ingi Kristjánsson les.
Þessi klassíska saga hefur fyrir löngu síðan skipað sér sess sem eitt af merkari verkum bókmenntasögunnar. Ungi læknirinn Gúllíver ræður sig sem skipslækni á kaupfar sem siglir til Suðurhafa. Skipið ferst en Gúllíver rekur á land á eyju sem hann heldur í fyrstu að sé í eyði.
Fornaldarsagan eftir Hallgrím Melsteð er eitt af þessum sígildu fræðiritum sem falla aldrei úr gildi.
Jón Sveinsson les.
Bókmenntaþættir Matthíasar Johannessen komu út á bók árið 1985 og eru víðtækt og forvitnilegt úrval af skrifum höfundar um íslenskar bókmenntir og skáldverk nokkurra kunnra höfunda.
Ingólfur B. Kristjánsson les.
Fóstbræðra saga var lengi vel talin með elstu Íslendingasögum, en nú er almennt talið að hún sé með þeim yngri og skrifuð undir lok 13. aldar. Er sagan til í mörgum uppskrifum, m.a. í Hauksbók, Möðruvallabók og Flateyjarbók, þar sem henni er skeytt inn í Ólafs sögu helga.
Fornaldarsögur Norðurlanda eru flokkur sagna og ævintýra frá fornum tíma á Norðurlöndum. Þær voru líklega allar skráðar á Íslandi á 13. og 14. öld. Þar koma við sögu ýmsar sögulegar persónur, svo sem Ragnar loðbrók, Sigurður Fáfnisbani og Göngu-Hrólfur.