Þorgils gjallandi hét réttu nafni Jón Stefánsson. Smásöguna Frá Grími á Stöðli skrifaði hann árið 1904.
Jón Sveinsson les.
Hér segir frá Hvanndala-Árna og viðskiptum hans við bjarndýr.
Ingibjörg Sól Ingólfsdóttir les.
Ólafía Jóhannsdóttir var þjóðþekkt í Noregi fyrir starf sitt í Osló í þágu þeirra sem minna máttu sín í samfélaginu, fátækra og ekki síst gleðikvenna. Hér segir hún frá ævi sinni og störfum.
Ólöf Rún Skúladóttir les.
Sagan Framavonir eftir Erlend Jónsson er smásaga úr samtímanum. Hér segir frá Páli Pálssyni sem stefnir hátt innan Véltækni- og framfarastofnunar ríkisins, en þegar stöðuhækkunin sem hann vonast eftir er í annað sinn veitt öðrum, tekur hann til sinna ráða.
Frankenstein, or The Modern Prometheus eftir Mary Shelley kom fyrst út árið 1818 og markaði upphafið að nýrri tegund bókmennta.
Sagan var síðar gefin út með nokkrum breytingum, en hér er lesin sú útgáfa sem kom út árið 1818.
Ungur maður kaupir forkunnarfagurt franskt sjal handa unnustu sinni. Hún gleðst mjög yfir því, en stuttu síðar fer hana að dreyma undarlegan draum sem tengist sjalinu.
Ingibjörg Sól Ingólfsdóttir les.
Frelsisherinn er smásaga eftir Jónas Jónasson frá Hrafnagili.
Kristján Róbert Kristjánsson les.
Fréttir frá tunglbúum er stutt smásaga eftir Þorgils gjallanda.
Jón Sveinsson les.
Í þessari sögu segir frá Friðriki áttunda, sem ekki var konungborinn, en hafði hlotið nafnbótina af þeirri ástæðu að
hann var jafnan áttundi maðurinn sem skipaður var árlega í fjallgöngunum til að smala á Búrfellsheiðinni.
Ingólfur B. Kristjánsson les.
Friðrik Vilhjálmur I. Prússakonungur er smásaga eftir franska rithöfundinn og gagnrýnandann Paul de Saint-Victor (1827-1881). Björn Jónsson þýddi.
Sigurður Arent Jónsson les.
Fornaldarsögur Norðurlanda eru flokkur sagna og ævintýra frá fornum tíma á Norðurlöndum. Þær voru líklega allar skráðar á Íslandi á 13. og 14. öld. Þar koma við sögu ýmsar sögulegar persónur, svo sem Ragnar loðbrók, Sigurður Fáfnisbani og Göngu-Hrólfur.
Lesari er Valý Þórsteinsdóttir.