Rudyard Kipling (1865-1936) var breskur rithöfundur og skáld sem naut mikilla vinsælda á síðari hluta 19. aldar og fram á 20. öld. Kunnastur er hann þó fyrir smásögur sínar um skógardrenginn Móglí í bókinni Jungle Book (1894) og bókina Kim (1901).
Fuglar á þingi er smásaga eftir Guðmund Friðjónsson.
Fyrir 67 árum - ferðasaga er frásögn Sigurðar Gunnarssonar af langferð þriggja félaga úr Fljótsdalnum til Reykjavíkur til þess að ná inntöku í gamla Latínuskólann. Frásögnin birtist í Eimreiðinni í janúar 1932.
Sigurður Arent Jónsson les.
Fyrirgefning er smásaga eftir Guðrúnu Lárusdóttur (1880-1938).
Guðrún Birna Jakobsdóttir les.
Fyrsta greifafrúin í Wessex er smásaga eftir enska rithöfundinn og skáldið Thomas Hardy (1840-1928). Einar H. Kvaran þýddi.
Björn Björnsson les.
Galdrasögur eru þriðji flokkur þjóðsagna í safni Jóns Árnasonar. Þar má finna sögur af galdramönnum, töfrabrögðum og fleiru er tengist göldrum.
Guðrún Birna Jakobsdóttir les.
Þorgils gjallandi, eða Jón Stefánsson eins og hann hét réttu nafni, var var bóndi í Þingeyjarsýslu. Hann kvaddi sér fyrst hljóðs sem rithöfundur árið 1892 með bókinni Ofan úr sveitum, þá rúmlega fertugur að aldri.
Gamla konan í sögunni kaupir sér lítinn grís, en gengur ekki sem best að koma honum heim af markaðnum.
Sigurður Arent Jónsson les.
Gamla konan og læknirinn er dæmisaga úr safni Esóps. Hér segir frá gamalli konu sem er farin að missa sjónina og leitar sér aðstoðar hjá lækni nokkrum, en hann er ekki allur þar sem hann er séður.
Ingibjörg Sól Ingólfsdóttir les.
Sagan Gamli Lótan birtist fyrst í tímaritinu Dýravininum ásamt fleiri sögum Þorsteins Erlingssonar. Hér segir frá Lótan sem er „alræmt illmenni og hörkutól“. Hann kemur afleitlega fram við bæði menn og skepnur, en það á eftir að koma honum í koll.
Fornaldarsögur Norðurlanda eru flokkur sagna og ævintýra frá fornum tíma á Norðurlöndum. Þær voru líklega allar skráðar á Íslandi á 13. og 14. öld. Þar koma við sögu ýmsar sögulegar persónur, svo sem Ragnar loðbrók, Sigurður Fáfnisbani og Göngu-Hrólfur.
Hér er á ferðinni hin þekkta saga um geiturnar þrjár og tröllið undir brúnni.
Sigurður Arent Jónsson les.