Gekk ég yfir sjó og land eftir Kristján Róbertsson er saga íslenskra mormóna sem fluttust til Vesturheims í kjölfar trúboðs á síðari hluta 19. aldar og fram yfir aldamót.
Flestir þekkja þjóðsöguna um Gilitrutt.
Edda Björg Eyjólfsdóttir les, tónlist gerði Birgir Ísleifur Gunnarsson.
Gísla saga Súrssonar hefur lengi verið með vinsælustu Íslendingasögunum og Gísli sjálfur ein ástsælasta hetjan sem þær hafa vakið til lífsins. Hefur sagan enda verið kennd í skólum landsins um áraraðir.
Gísli húsmaður kemur heim að bænum dag nokkurn, votur og þreyttur, á leirugum hesti. Sögumaður, ungur vinur Gísla, fær að heyra hvað á daga hans hefur drifið.
Þorgils gjallandi hét réttu nafni Jón Stefánsson.
Þessa smásögu skrifaði hann árið 1897.
Lesari er Ingólfur B. Kristjánsson.
Skáldsagan Glataði sonurinn (e. The Prodigal Son) eftir Hall Caine kom fyrst út árið 1904 og naut gríðarlegra vinsælda í mörgum löndum.
Glettni lífsins er gamansöm smásaga eftir Jónas Jónasson frá Hrafnagili.
Kristján Róbert Kristjánsson les.
Ingunn Jónsdóttir var frá Melum í Hrútafirði. Hún var húsmóðir í Vatnsdal, gift Birni Sigfússyni alþingismanni. Ingunn hóf að skrifa þegar hún var komin yfir sjötugt. Fyrst kom út á prenti Bókin mín árið 1926 og þar næst Minningar árið 1937.
Fornaldarsögur Norðurlanda eru flokkur sagna og ævintýra frá fornum tíma á Norðurlöndum. Þær voru líklega allar skráðar á Íslandi á 13. og 14. öld. Þar koma við sögu ýmsar sögulegar persónur, svo sem Ragnar loðbrók, Sigurður Fáfnisbani og Göngu-Hrólfur.
Margrét Ingólfsdóttir les.
Ingólfur B. Kristjánsson les.
Smásagan Goðadrykkurinn (A Hyperborean Brew) eftir bandaríska rithöfundinn Jack London kom fyrst út árið 1901. Hér segir frá manni sem ætlar sér að vinna sig upp í áliti hjá frumbyggjum í Alaska með því að brugga áfengan drykk.
Kristján Róbert Kristjánsson les.