Guðmundur Friðjónsson (1869-1944) fæddist á Sílalæk í Aðaldal. Um þrítugsaldur hóf hann búskap á Sandi í Aðaldal og bjó þar síðan til dauðadags. Hann var að mestu sjálfmenntaður, alþýðuskáld sem margir vilja meina að hafi verið með betri skáldum síns samtíma.
Hér er á ferðinni skemmtilega saga sem á sér sennilega stað í stríðinu milli Frakka og Prússa sem stóð frá 1870-1871; tilgangslaust stríð eins og svo mörg stríð, sem margir vilja þó meina að hafi orðið til þess að sameinað og voldugt þýskt ríki varð til í Evrópu.
Lesari er Ingólfur B. Kristjánsson.
Fornaldarsögur Norðurlanda eru flokkur sagna og ævintýra frá fornum tíma á Norðurlöndum. Þær voru líklega allar skráðar á Íslandi á 13. og 14. öld. Þar koma við sögu ýmsar sögulegar persónur, svo sem Ragnar loðbrók, Sigurður Fáfnisbani og Göngu-Hrólfur.
Hjálpaðu þér sjálfur eftir Ólaf Ólafsson frá Guttormshaga, sem hann byggði á bókinni Self-Help eftir höfundinn Samuel Smiles, kom út á Íslandi árið 1892 og varð mjög vinsæl.
Valý Þórsteinsdóttir les.
Sagan Hjartarbani (The Deerslayer) eftir James Fenimore Cooper er fyrsta bókin í fimm rita sagnaflokki sem fjallar um veiðimanninn Natty Bumppo og besta vin hans indíánahöfðingjann Chingachgook sem ferðast um óbyggðir Ameríku og lifa á veiðum.
Hjón og einn maður til er smásaga eftir Rudyard Kipling. Þorsteinn Gíslason þýddi.
Björn Björnsson les.
Hin heimilislega og notalega saga Hljóðskraf yfir arninum eftir Charles Dickens heitir á frummálinu The Cricket on the Hearth og kom fyrst út árið 1845.
Sagan Höfrungshlaup eftir hinn stórsnjalla og skemmtilega höfund Jules Verne, sem meðal annars skrifaði söguna Umhverfis jörðina á 80 dögum, var ein af fyrstu sögunum eftir þennan stórmerka höfund til að vera þýdd á íslensku.
Eflaust kannast margir við Jónas Jónasson frá Hrafnagili, þann er tók saman bókina Íslenskir þjóðhættir, sem fyrst var gefin út árið 1934 og hefur reynst mörgum drjúg sem kynna vilja sér fortíðina.
Ingólfur B. Kristjánsson les.