Það hefur stundum verið sagt að skáldin séu samviska stjórnmálamannanna, og að listin sé oft á tíðum vegvísir inn í framtíðina. Það á svo sannarlega við með ljóðabálk Matthíasar Johannessen, Hrunadansinn.
Margir rithöfundar hafa þann sið að ganga með litla bók eða minnisblöð í vasanum til að geta gripið í og hripað niður hugleiðingar, lýsingar eða myndir sem geta komið upp í hugann þegar minnst varir.
Í bókinni er húmanistinn, skáldið og ritstjórinn staddur í miðju kaldastríðinu og Pasternak vísar höfundi veginn í óbilandi trú sinni á frelsi.
Lesari er Valý Ágústa Þórsteinsdóttir.
Hugvitsamlegt bjargráð er ensk saga eftir ókunnan höfund. Björn Jónsson þýddi.
Sigurður Arent Jónsson les.
Smásagan Hún dó í skóginum eftir Sherwood Anderson lýsir því hvernig hugurinn geymir minningar, minningabrot, staðreyndir og ímyndanir, og úr þessum brotum verður til áhugaverð, heilsteypt frásögn hjá góðum sögumanni.
Hundaþúfan og hafið er fyrri viðtalsbókin af tveimur þar sem Matthías Johannessen ræðir við Pál Ísólfsson. Matthías nálgast efnið á varfærinn og gamansaman hátt eins og honum einum er lagið er hann gefur okkur innsýn í stórbrotinn heim Páls sem var einn mesti listamaður síns tíma.
Sagan segir frá hundi sem eignast stórt og safaríkt bein. Vinir hans eru svangir og vilja gjarnan fá bita. En hundurinn stóri vill ekki deila beininu sínu með neinum. En það kemur í ljós að græðgin getur farið illa með menn, og hunda.
Margrét Ingólfsdóttir les.
Hungurvaka er saga fimm fyrstu biskupanna í Skálholti. Titillinn vísar til þess hungurs eftir því að vita meira um ævi biskupanna sem ritinu er ætlað að vekja hjá lesendum. Talið er að Hungurvaka hafi verið rituð á fyrsta áratug 13. aldar.
Hungurvofan: Sögubrot úr reykjarharðindunum er smásaga eftir Jónas Jónasson frá Hrafnagili.
Kristján Róbert Kristjánsson les.
Húsið í skóginum er rómantísk spennusaga eftir breska rithöfundinn Charles Garvice (1850-1920). Garvice naut gríðarlegrar hylli á sínum tíma og skrifaði yfir 150 skáldsögur. Margar bóka hans voru þýddar á íslensku og urðu mjög eftirsóttar.
Kristján Róbert Kristjánsson les.